Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Blaðsíða 41
39
minnst var í, var úr íláti, sem opnað hafði verið nokkrum dög-
um áður en rannsókn fór fram.
Ekki er ósennilegt, að geyma megi kál í mysu eða súru skyri,
eins og þekkzt hefur hér á landi, með svipuðum árangri. Bend-
ing í þá átt er það, að í skarfakáli, sem geymt var í mysu fram
í marz, mældust 18,6 mg (í mysunni 19,4 mg). 1 skarfakáli úr
skyri var hins vegar aðeins 2,1 mg og í grænkáli 3 mg, en í hvor-
ugu tilfellinu hafði komizt nægileg súrgerð í skyrið, svo að það
hafði fúlnað.
Ýmsar matvörur tilreiddar til geymslu.
(Saft, mauk o. fl.).
1 ki'œkiberjasaft virtist yfirleitt mjög lítið af C-vítamíni, og
varð það ekki ákveðið með sæmilegri nákvæmni, vegna truflandi
áhrifa annarra efna, sem áður hefur verið lýst. Svo virtist, sem
allmikið hefði farið forgörðum þegar við pressun safans úr berj-
unum í berjapressu, því að í tveimur sýnishornum af nýpressuð-
um safa taldist vera um 3,6 mg í öðru og 4,7 mg í hinu. Hefur
þar væntanlega kennt áhrifa loftblöndunar, en ekki er ósenni-
legt, að einnig hafi komið til snerting, í pressunni, við málma, er
verka sem hvetjarar (katalysator, sbr. bls. 46). I þannig press-
uðum hrásafa, sem geymdur hafði verið þrjár vikur, fannst í
mesta lagi um 1,4 mg og í saft, hrárri eða soðinni, sem geymd
hafði verið tæpan mánuð eða lengur, fannst oftast ekki neitt
með vissu, en stundum ef til vill um 1 mg.
Þrátt fyrir nokkra óvissu um nákvæmni þessara rannsókna
virðist einsætt, að lítt sé treystandi á krækiberjasaft sem C-
vítamíngjafa.
Eitt sýnishorn af blábei'jasaft, ekki mánaðargamalli, var próf-
að, og fannst aðeins vottur í henni, í mesta lagi um 2 mg. Aftur
á móti voru 14,3 mg í bláberjum, sem geymd höfðu verið í heilu
lagi í sykurlegi nokkrar vikur.
1 ribsberjasaft, hrásaft nýgerðri, mældust 15 og 14,3 mg. 1
sams konar saft frá september voru í nóvemberlok 11,7 mg og í
febrúarlok 5,4 mg, og hafði hún þó verið geymd við stofuhita