Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Blaðsíða 20
18
vænta að þetta vítamín skorti. En þá þarf að auka framleiðsluna,
og þó sérstaklega að vanda til geymslunnar, svo að þær geti hald-
izt óskemmdar fram á vor.
I áðurnefndum athugunum á C-vítamínneyzlunni á árunum
1936—1945 (33) taldist gulrófnaneyzlan hafa verið sem næst
20 g til jafnaðar á mann, á dag, á tímabilinu 1941—45, og var
það nokkru minna en næstu 5 árin áður. Gert var ráð fyrir, að
úr hverjum 100 g, eins og rófurnar falia til, fengjust 26 mg, en
það svarar til að afföll vegna úrgangs og rýrnunar í matreiðslu
séu metin 35%, ef miðað er við 40 mg í 100 g af rófunum hráum
og úrgangslausum. Kemur þetta mjög vel heim við árangur at-
hugana hér að lútandi, sem greint verður frá síðar (bls. 43). Úr
20 g fengjust þá liðlega 5 mg og víst væri það til bóta, þegar
lítið er að hafa annars staðar frá.
En vissulega dreifist neyzlan ekki jafnt á alla daga ársins. Hún
er mest á haustin og í byrjun vetrar, en eftir miðjan vetur, ein-
mitt þegar þörfin fer að verða mest, er hún að jafnaði orðin
mjög lítil.
Ef framleiðsla gulrófna væri aukin og áherzla lögð á góða
geymslu, svo að neyzlan geti haldizt óbreytt fram á sumar, mundi
þar með fást allgóð trygging gegn C-vítamínskorti.
Gulrætur.
Alls voru athuguð 17 sýnishorn af gulrótum (sept.-nóv.).
Minnsta magn C-vítamíns var 2,8 en mest 7,1 mg. Þrettán voru
innan markanna, 3—5 mg, en meðaltal allra var 4,25 mg (meðal-
tal 11 sýnishorna í sept. 4,2 mg). Gulrætur eru lélegur C-vítamín-
gjafi, það sem þær hafa helzt til síns ágætis er karótínið, sem er
forstig A-vítamíns.
Káltegundir.
Árangur af mælingum C-vítamíns í hinum algengustu kálteg-
undum, blómkáli, hvitkáli og grænkáli, er sýndur í næstu þrem
töflum (töflur 4—6).
Auk meðaltalsins er og miðtalan (median) sýnd, en hún er