Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Blaðsíða 56

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Blaðsíða 56
54 í því, að eftir 2. prófskammtinn var brottfærslan minnst í hópn- um, sem prófaður var í júní, en flestir í hinum hópunum tveimur voru þá farnir að nálgast mettunarmarkið (50 mg brottfærslu) og tveir raunar búnir að ná því. Með mettunarprófinu hefur þannig ekki tekizt að greina á milli þeirra, sem prófaðir voru um miðjan vetur og hinna, sem gengust undir prófið í maí-júní. Að vísu er munurinn á neyzlunni ekki mikill, en þó má ætla, að um vorið hafi birgðir líkamans verið orðnar sýnu minni, enda gefa blóðmælingarnar til kynna, að svo hafi verið. Annars liggur það í eðli prófsins, eins og því hefur venjulega verið hagað, að mælistigin verða fá, og mundi það eitt valda ónákvæmni, þó ekki væri öðru til að dreifa, sérstaklega þegar um einstaklinga eða fámenna hópa er að ræða. En hér við bætist svo, að forsendur prófsins eru í ýmsum efn- um vafasamar eða miður traustar. Fyrst má nefna það, að nokkru getur skeikað, að fárra stunda þvagsýnishorn gefi rétta mynd af heildarbrottfærslunni eftir inntöku prófskammtsins, a. m. k. er ekki sama, á hvaða tíma sýnishornið er tekið, en það hefur verið nokkuð á reiki. Þetta varð Ijóst af athugunum, sem gerðar voru í sambandi við mettunarprófið, þannig að brottfærsla askorbínsýru í þvagi var mæld á fárra klukkustunda fresti, eftir að prófskammturinn (700 mg/70 kg) var tekinn. Var fylgzt þannig með 5 manns í 3—4 daga (34). Þegar greinilegrar aukningar varð vart á sólarhrings brott- færslu, mátti heita, að sami hundraðshluti, þ. e. um 95% (94,1— 97,8%), kæmi ávallt fram á fyrstu 13 klukkustundunum, en um og yfir 80% (78,2—87,7%) á fyrstu 7 stundunum. En í þriggja stunda prófþvagi frá 4.—7. klst. var mjög mismikið eða frá 8,7—53,5% af sólarhrings brottfærslunni, og í tvö skipti varð þar ekki teljandi aukningar vart, þó að heildarbrottfærslan væri orð- in verulega aukin (73 og 88 mg), því að meginið (um 70%) hafði þá komið fram á fyrstu 4 klukkustundunum. Sýnishorn, tekið á próftímanum (frá 4.—7. klst.), er því ekki nægilega vel fallið til að greina hin fyrstu glöggu merki þess, að mettun sé á næsta leiti. Þó að æskilegt sé, að fyigzt sé með brottfærslunni a. m. k. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.