Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Blaðsíða 35

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Blaðsíða 35
33 reyndist það svo, að í 2 sýnishornum af því fannst aðeins vottur, 0,14 og minna en 0,1 mg í 100 g. — I þurrmjölk mældust 4,3 mg/100. Nú má virðast, fljótt á litið, að mjólkin hafi næsta lítið gildi sem C-vítamíngjafi, og víst er um það, að svo mundi talið um flest önnur matvæli, sem ekki hefðu upp á meira að bjóða en 1 mg í hverjum 100 grömmum. Er og víða lítill gaumur gefinn að mjólk í þessu tilliti. En hér á landi horfir málið öðru vísi við en víða annars staðar, og kemur þar tvennt til greina, annað það, að mjólkurneyzla er hér svo mikil, að auðveldlega má með henni afla 5—10 mg í dagsfæði, og svo hitt, að oft er svo lítið af C-víta- míni að hafa úr öðrum mat, að þetta, þó ekki sé meira, getur riðið baggamuninn um að bægja hörguleinkennum frá. Og áður en kartöflurnar komu til sögunnar, hefur það trúlega verið mjólk- in fyrst og fremst, sem varnaði því, að landsmenn stráféllu úr skyrbjúg. Svo hefur talizt til, samkvæmt athugunum á C-vítamínneyzlu þjóðarinnar í heild á árunum 1936—40 og 1941—45 (33), að 22—23% af ársneyzlu þessa vítamíns hafi fengizt úr mjólk. Svo mikill er þáttur mjólkurinnar enn í C-vítamínbúskapnum, en mestu varðar þó, að hún bregzt ekki, þegar mest reynir á, þ. e. síðari hluta vetrar og á vorin. Kjöt, lifur o. fl. Helzta birgðastöð dýranna fyrir C-vítamín er lifrin. Að vísu er meira í sumum öðrum líffærum, miðað við þyngd, en það eru líffæri, sem eru svo lítil, eins og t. d. nýrnahúfurnar, að heildar- magnið kemst hvergi nærri í námunda við það, sem í allri lifr- inni er. Annars er yfirleitt lítið af C-vítamíni í flestum mat úr dýraríkinu. Lifur. Eins og taflan sýnir, er allmikið af C-vítamíni í lifur, svo að talsvert getur munað um hana, þegar hún er oft á borð- um, en um það mun sjaldnast að ræða nema í sláturtíðinni. f kjöti er svo lítið, að varla er teljandi, miðað við venjulega neyzlu, enda má gera ráð fyrir nokkurri rýmun við matreiðslu. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.