Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Side 35

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Side 35
33 reyndist það svo, að í 2 sýnishornum af því fannst aðeins vottur, 0,14 og minna en 0,1 mg í 100 g. — I þurrmjölk mældust 4,3 mg/100. Nú má virðast, fljótt á litið, að mjólkin hafi næsta lítið gildi sem C-vítamíngjafi, og víst er um það, að svo mundi talið um flest önnur matvæli, sem ekki hefðu upp á meira að bjóða en 1 mg í hverjum 100 grömmum. Er og víða lítill gaumur gefinn að mjólk í þessu tilliti. En hér á landi horfir málið öðru vísi við en víða annars staðar, og kemur þar tvennt til greina, annað það, að mjólkurneyzla er hér svo mikil, að auðveldlega má með henni afla 5—10 mg í dagsfæði, og svo hitt, að oft er svo lítið af C-víta- míni að hafa úr öðrum mat, að þetta, þó ekki sé meira, getur riðið baggamuninn um að bægja hörguleinkennum frá. Og áður en kartöflurnar komu til sögunnar, hefur það trúlega verið mjólk- in fyrst og fremst, sem varnaði því, að landsmenn stráféllu úr skyrbjúg. Svo hefur talizt til, samkvæmt athugunum á C-vítamínneyzlu þjóðarinnar í heild á árunum 1936—40 og 1941—45 (33), að 22—23% af ársneyzlu þessa vítamíns hafi fengizt úr mjólk. Svo mikill er þáttur mjólkurinnar enn í C-vítamínbúskapnum, en mestu varðar þó, að hún bregzt ekki, þegar mest reynir á, þ. e. síðari hluta vetrar og á vorin. Kjöt, lifur o. fl. Helzta birgðastöð dýranna fyrir C-vítamín er lifrin. Að vísu er meira í sumum öðrum líffærum, miðað við þyngd, en það eru líffæri, sem eru svo lítil, eins og t. d. nýrnahúfurnar, að heildar- magnið kemst hvergi nærri í námunda við það, sem í allri lifr- inni er. Annars er yfirleitt lítið af C-vítamíni í flestum mat úr dýraríkinu. Lifur. Eins og taflan sýnir, er allmikið af C-vítamíni í lifur, svo að talsvert getur munað um hana, þegar hún er oft á borð- um, en um það mun sjaldnast að ræða nema í sláturtíðinni. f kjöti er svo lítið, að varla er teljandi, miðað við venjulega neyzlu, enda má gera ráð fyrir nokkurri rýmun við matreiðslu. 5

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.