Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Blaðsíða 34

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Blaðsíða 34
32 að meðaltali en í vetrarmjólkinni, munaði þó ekki meiru en svo, að tilviljun gæti hafa ráðið. Meðaltal allra sýnishornanna var tæplega 11 mg í lítra, eða næstum því hið sama og gefið er upp í ensku næringarefnatöfl- unum, sem oft hefur verið vitnað til hér að framan, um mjólk eins og hún kemur í hendur neytenda (10 mg/1); mun þar mestmegnis átt við gerilsneydda mjólk, en í nýrri mjólk eru þar talin vera 15 mg. 1 norsku töflunum eru tilsvarandi tölur 6—7 mg (,,flöskumjólk“) og 20 mg (nýmjólk), en í hinum dönsku er aðeins tilgreint um nýmjólk (15 mg) og í FAO-töflunum er reikn- að með 10 mg/1 í mjólk, án þess að tilgreint sé, hvort átt sé við gerilsneydda mjólk eða ekki. Nýmjóllc, ógerilsneydd, var athuguð í fjögur skipti, var það mjólk frá morgni, geymd til síðari hluta sama dags, og var þá í henni 16,9—20,6 mg, meðaltal 18,5 mg í lítra. Ekki mun þó að jafnaði svona mikið í mjólkinni, er hún kemur til gerilsneyðingar. Mikið af henni er flutt um langan veg og getur verið allt að hálfs annars sólarhrings gömul, ef ekki eldri, en geymslu mun C-vítamínið þola verr í ógerilsneyddri mjólk en gerilsneyddri, og loftblöndun við hristing í flutningum getur örvað eyðingu þess. Það er því ekki gerilsneyðingunni einni um að kenna, að C- vítamínið er komið niður í 11 mg í lítra, er mjólkin loks kemur á markaðinn, að gerilsneyðingu lokinni. Nýmjólk, ógerilsneydd, sem í var 20,6 mg/1, var geymd áfram í einn sólarhring, nokkuð af henni í kæliskáp, en hitt við stofu- hita. Að þeim tíma liðnum mældust 16,0 mg í mjólkinni, sem geymd var í kæliskáp, en 14,3 mg/I í hinni. öðru sinni var mjólk (ógerilsneydd), sem var orðin meira en hálfs sólarhrings gömul, geymd við stofuhita í einn sólarhring, en helming þess tíma var hitinn um og yfir 20°. Við þetta lækkaði C-vítamínmagnið úr 18 í 9,5 mg/1. Til samanburðar má geta þess, að í gerilsneyddri mjólk, sem var geymd í stofuhita einn sólarhring, lækkaði vítamínmagnið eitt sinn úr 11,7 mg í 10,8 mg/1, en öðru sinni úr 9,8 í 9,3 mg. Ekki er að búast við, að mikið sé af C-vítamíni í skyri, enda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.