Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Side 34

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Side 34
32 að meðaltali en í vetrarmjólkinni, munaði þó ekki meiru en svo, að tilviljun gæti hafa ráðið. Meðaltal allra sýnishornanna var tæplega 11 mg í lítra, eða næstum því hið sama og gefið er upp í ensku næringarefnatöfl- unum, sem oft hefur verið vitnað til hér að framan, um mjólk eins og hún kemur í hendur neytenda (10 mg/1); mun þar mestmegnis átt við gerilsneydda mjólk, en í nýrri mjólk eru þar talin vera 15 mg. 1 norsku töflunum eru tilsvarandi tölur 6—7 mg (,,flöskumjólk“) og 20 mg (nýmjólk), en í hinum dönsku er aðeins tilgreint um nýmjólk (15 mg) og í FAO-töflunum er reikn- að með 10 mg/1 í mjólk, án þess að tilgreint sé, hvort átt sé við gerilsneydda mjólk eða ekki. Nýmjóllc, ógerilsneydd, var athuguð í fjögur skipti, var það mjólk frá morgni, geymd til síðari hluta sama dags, og var þá í henni 16,9—20,6 mg, meðaltal 18,5 mg í lítra. Ekki mun þó að jafnaði svona mikið í mjólkinni, er hún kemur til gerilsneyðingar. Mikið af henni er flutt um langan veg og getur verið allt að hálfs annars sólarhrings gömul, ef ekki eldri, en geymslu mun C-vítamínið þola verr í ógerilsneyddri mjólk en gerilsneyddri, og loftblöndun við hristing í flutningum getur örvað eyðingu þess. Það er því ekki gerilsneyðingunni einni um að kenna, að C- vítamínið er komið niður í 11 mg í lítra, er mjólkin loks kemur á markaðinn, að gerilsneyðingu lokinni. Nýmjólk, ógerilsneydd, sem í var 20,6 mg/1, var geymd áfram í einn sólarhring, nokkuð af henni í kæliskáp, en hitt við stofu- hita. Að þeim tíma liðnum mældust 16,0 mg í mjólkinni, sem geymd var í kæliskáp, en 14,3 mg/I í hinni. öðru sinni var mjólk (ógerilsneydd), sem var orðin meira en hálfs sólarhrings gömul, geymd við stofuhita í einn sólarhring, en helming þess tíma var hitinn um og yfir 20°. Við þetta lækkaði C-vítamínmagnið úr 18 í 9,5 mg/1. Til samanburðar má geta þess, að í gerilsneyddri mjólk, sem var geymd í stofuhita einn sólarhring, lækkaði vítamínmagnið eitt sinn úr 11,7 mg í 10,8 mg/1, en öðru sinni úr 9,8 í 9,3 mg. Ekki er að búast við, að mikið sé af C-vítamíni í skyri, enda

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.