Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Blaðsíða 66

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Blaðsíða 66
64 C-vítamínrannsóknum í blóði og vefjum (nýrnahúfur, lifur), þótt fáar séu, bendi í þá átt. Þó að neyzlan fari um nokkurt skeið niður fyrir 10 mg á dag og niður fyrir skyrbjúgsmark, þarf ekki að fara svo, að sjúklegra einkenna verði vart, því að aðdragandinn er að jafnaði alllangur, eins og áður nefndar tilraunir (41) á sjálfboðaliðum sýndu. Meðal 10 manna, sem fengu minna en 1 mg af C-vítamíni í dag- legu fæði (þ. e. enga viðbót við það sem fékkst í tilraunafæðinu), komu fyrstu hörguleinkennin ekki fram fyrr en eftir 17 vik- ur, en þeir voru að vísu vel undirbúnir, því að áður en tilraun- irnar hófust, höfðu þeir í nokkrar vikur fengið um 70 mg á dag. Á tveim mönnum öðrum, sem í 160 daga samfleytt höfðu fengið hið C-vítamínsnauða tilraunafæði, að viðbættum 10 mg af askor- bínsýru á dag, og síðan voru sviptir viðbótinni, voru fyrstu ein- kennin (hornmyndun í hársekkjum, en ekki blæðingar) að koma fram, er tilraununum var hætt eftir 71 dag. En þó að skorturinn verði ekki svo mikill eða langvarandi, að greind verði merki um byrjandi skyrbjúg, má búast við, að menn geti orðið nokkuð miður sín, ef neyzlan er vikum saman um eða undir 10 mg. Telja sumir, að slíkt ástand (stundum nefnt „leynd- ur skyrbjúgur") sé ekki með öllu fátítt hér á vorin. Ekkert verð- ur þó að svo stöddu fullyrt hér um, en nú á dögum mun skyr- bjúgur varla fyrir hittast hér á landi nema í sambandi við aðra sjúkdóma, er valda langvarandi meltingartruflimum. Þess má þó vænta, að þeir, sem búa við lágmarksneyzlu, standi miður vel að vígi, ef sjúkdóma eða annað það ber að höndum, sem veldur aukinni þörf, sé þess þá ekki gáð, að auka C-vítamín- neyzluna. Eins og áður hefur verið getið, sker blóðrannsókn ein (mæl- ing C-vítamíns í blóðvatni eða blóðvökva) ekki úr um það, hvort skyrbjúgur sé á næsta leiti — eða jafnvel kominn fram. En að- vörunarmerki mætti það teljast, ef með aðferð þeirri, sem hér var notuð, finnst að marki minna en 0,1 mg C-vitamíns í 100 ml af blóðvökva, að minnsta kosti, ef það er á öðrum tímum árs en í byrjun sumars eða seint á vori. Mæling C-vítamíns í hvítu blóð- kornunum gæti ef til vill komið að nokkru meiri notum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.