Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 7
3
hefir tekið, lionum mæta mikiir og að surnu leyti jafn-
vel ósigrandi erfiðleikar í þeirri rannsókn. Vorir fornu
og frægu sagnaritarar skráðu ekki sögur sínar í þeim
tilgangi, að lýsa búuaðarliáttuin í landinu, það var allt
annað, sem þeir völdu sér fyrir umtalsefni, svo það er
tiltölulega mjög óvíða í fornsögunum, sem nokkuð er
minnzt á búskaparhætti manna. Framan af, eður á.
söguöldinni er einkum rætt um viðureign höfðingjanna
livers við annan, einkum ágreining, málaferli og vopna-
viðskipti þeirra í milli. Meðan frelsið og dugnaðurinu
átti heima í landinu, var mönnum tamast að hugsa,
ræða og rita um þau efni, er að einhverju leyti voru
hetjuleg. J>eir, semsíðar hafa fært í letur árbækur eður
annála, hafa mest lagt sig eftir að telja upp harðindi,
óáran, drepsóttir og alls konar óhappatilfelli, er við
hafa borið. pegar frelsið var farið og dugnaðurinn
dofnaður, kom þetta volæðisliljóð í bjölluna. Hver sá,
sem þó les þessi fornu rit gaumgæfilega, getur víða í
þeim fengið nokkrar bendingar, ýmist Ijósari eða óljós-
ari, um búnaðarhætti manna á þeim tímum.
Öllum er það ljósara en svo, að um það þurfi að
ræða, hve miklu meiri dáð og dugur var í íslendingum
fyrstu aldirnar eftir að landið byggðist, einkanlega
meðan það stjórnaði sér sjálft og var engum útlendum
liöfðingja háð. Dugnaðurinn kom engau veginn ein-
göngu fram í herskap og þess konar, sem fornsögurnar
ræða mest um, hann koin sjálfsagt allt eins vel fram í
öllu lííi þjóðarinnar, í húnaðinum engu síður en í öðru.
Hvar' eru nú bændur, sem hafa liundrað (120) kýr á
búi sínu, eins og Guðmundur liinn ríki Eyjólfsson á
Möðruvöllum? Hvar eru nú túngarðar, landamerkja-
garðar o. s. frv., sem kómist í nokkurn samjöfnuð við
hinar miklu girðingar fornmanna, er enn í dag, eftir
l*