Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 126
122
sem ærnar éru hýstar, og bera það i, meðan það endist,
en það verður að vera vel purt. Ef íburð skortir í
hús, réttir eða kvíjar, má pæla upp móa utantúns,
purka moldina og nota til íburðar. En það er afar-
áríðandi að blanda allan áburð einhverju pví, sem dreg-
ur til sín löginn úr honum og bindur þannig beztu nær-
ingarefnin, sem annars færu að forgörðum. Jpetta er
jafnnauðsynlegt, hvort sem áburðurinn er látinn safnast
fyrir eða hann er borinn jafnótt í hauga.
Hannes á Iiaukagili segir í bréíi, sem hann eftir
ósk minni skrifaði mér um garðyrkju sína í hitt eð fyrra:
íStundum hef eg borið hlaöfor í garða og reynzt vel.
Sé ræktarlítil rnold, er bezt að hella hlandi í garðinn,
sem svari 2 fjórðungsfötum í 7 álna beð og jafnframt bera
í hann mold úr hlaðvarpa. Með þessu hef eg fljótt
fengið góða rækt. Yfir höfuð er lúand og safnhaugar,
sem hellt hefir verið í, bezt af þeim áburði, sem eghef
reynt. Af þeim áburði lief eg borið einn hest í 2 □
faðma*.
Iiland og áburöarlög skyldi helzt bera í garðinn
að sumrinu, til þess að efla og flýta vexti, og ávallt þynna
það nokkuð með vatni. Seinna mun eg drepa ánotkun
þess, en um safnhauga vildi eg fara fáum orðum.
Safnhaug* 1 mætti hafa í einu garðshorninu og setja
dálitla girðingu um hann þeim inegin, sem að garðin-
um snýr. Ef mönnum þætti þetta óprýði, þá mætti
hafa hann utangarðs og girðingu umhverfis svo rúm-
góða, að fleiri en einn haugur kæmist fyrir í henni, og
hægt væri að pæla hann upp og færa hann úr stað.
aklrei eni notaðir. Má víða sjá grasi vaxna afraksturshauga á
túnum og utantúns. potta er eitt með öðru, sem sýnir, hvo annt
menn láta sér um áburðinn sumir hverjir.
1) Sbr. 1, árg. tímaritsins.