Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 143
139
Aðalreglur fyrir liirðingu og geymslu útsáðskartafla
og kartafla jrfir liöfuð, eru pessar:1
„Að pær séu elclci þurkaðar urn of, pví að þá slær
meira út úr þeim og þær linast upp, verður þá örð-
ugra að geyma þær óskemmdar,
að frost ndi ekki til þeirra,
að enginn ylur Jcomist að þeim,
að þœr séu óJmltar fyrir lelca og allum raka,
að elcJcert eða sem allraminnst l-oft sé í milli þeirra
eða ofan á þeim í gröflnni eða ílátinu, þar sem þær
eru geymdar».
Flestum garðyrkjumönnum, sem eg hefl talað við
eða skrifað nm þetta efni, kemur saman um, að þessum
skilyrðum verði auðveldast og bezt fullnægt á þann hátt
sem nú skalgreina: í framhýsi eðaskemmu, sem livorki
lekur né fennir inn í, skal grafa gröf 11 /* al. á dýpt
og mátulega stóra fyrir þær kartöflur, sem geyma skal.
Grundvöllurinn má ekki vera rakur eða saggasamur, og
hezt er að grafa gröfina að sumrinu og viðra hana vel.
Áður en kartöfiurnar eru látnar niður, skal þekja gröf-
ina innan með skraufþurru torfi helzt roftorfi. Sömu-
leiðis má gylda hana upp að innan með sama efni, ef
það þykir þægilegra, enda er það öllu betra. Þegar
búið er að láta kartöfiurnar í gröíina og stafla þeim svo
þétt, sem verður, skal þekja yfir þær með vel þuru
gömlu torfi, þar ofan á er látið allþykkt lag af ösku,
og efst mold þannig að þakið verði í allt 8—12 þuml.,
eftir því sem kalt er í húsinu. Bæði öskunni og mold-
inni skal þjappa vel saman, en þó verður að gjöra þetta
svo varlega, að ekki sé hætt við að kartöfiurnar merjist.
Svo mikið borð verður að vera á gröfina, að lítið sem
ekkert beri hærra á þakinu samanþjöppuðu en gólfinu
1) fijoi'n í Fornhaga: Norðri I. árg., bls. 58.