Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 21
17
eu í meðallagi. JEr voru mjólkaðar lieima eða liafðar
við sel á sumrum, en geldfé liaft á afréttum. A vetr-
um var féð lrýst og því gefið liey, þegar þörf gerðist,
en til haga var því lialdið svo sem unnt var og yfir
því staðið jafnaðarlega. Yísast er þó, að menn hafi
ekki haftfjárliús í veðursælustu sveitum landsins handa
fullorðnu fé, enda liafa menn sumstaðar eigi haft þau
allt til þessa tíma. Hvernig fjárliúsin hafi verið, er
eigi liægt að segja með vissu, en meiri líkur eru til, að
þau liafi verið í líking við það, sem fjárliús eru al-
mennt á Suðurlandi, það er að segja með jötum við
hliðveggi, en ekki í miðju eins og nú tíðkast á Norður-
landi. En sennilegt er, að öll fénaðarhús hafi verið
stærri og rúmbetri fyrrvnn lieldur en á síðari tímum,
þegar meiri kotungslund var komin í þjóðina.
Geitfé, svín og alifugla, gæss, endur og liæns, liöfðu
fornmenn margir á húum sínum fleiri eða færri, þó
þessar skepnur liafi ekki verið lialdnar eins almennteins
og naut og sauðir. En sögurnar gefa þó tilefni til að
ætla, bæði að þessi fágætari húsdýr hafi verið allvíða,
og að þeir, sem á annað horð höfðu þau, eða einhverja
tegund þeirra á búi sínu, hafi þá venjulega ekki haft
sérlega fátt af þeim.
Um engar skepnur var þó fornmönnum eins annt
eins og um hestana. ]?að sést ekki af sögunum, að
menn hafi fyrrum lagt neitt kapp á að bæta kyn ann-
ara liúsdýra, hvorki tneð því að velja sér eða útvega
afbragðs skepnur til undaneldis, né með því að ala
skepnur sínar neitt vel í þessum tilgangi. En livað
hestunum viðvíkur, þá lýsir það sér á ótal stöðum í
sögunum, að menn lögðu mikla stund á hestarækt og
héldu i þeim tilgangi stóð í eiginlegum og réttum
skilningi, en ekki sama skilningi, sem menn hafa á síð-
Búnaðarrit. II. .2