Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 164
160
og víða er ekkert undirlendi með sjó fram. Á flestum
stöðum er pó dálítill grasvegur neðan til í skriðunum
og niður að fjöru. Hér og hvar ganga smá daldrög inn
í fjallgarðana, einkum pó að norðanverðu við fjörðinn.
í sumum pessum daldrögum er dálítið af slægjum, og
í peim öllum er noklcurt haglendi. Á öllum jörðum
í hreppnum eru nokkur tún, en pau eru mjög grýtt og
óslétt, nema á Sveinseyri; par er fallegt og stórt tún,
og mikill hluti pess sléttur og grjótlaus. Á liverj-
um bæ eru 2—8 kýr, en túnin eru í meiri og minni
órælct, pví að áburðurinn hrekkur ekki nándar nærri á
pau öll, svo að ráði sé ; að sönnu er á sumum stöðum
norðan við fjörðinn mikið og gott mótak, en pað er
notað ver en skyldii Mjög mikið af vatni kemur á
vetrum og vorum fram í túnunum, sem hleypur niður
í fjöllunum, og kemur fram, pegar hallinn minnkar. Á
surnum jörðum gjörir petta mjög mikil ópægindi; pví
að túnunum verður fyrir petta mjög hætt við kali, og
bæði bæjarhús og lilöður verður að steinbyggja og liafa
rennur undir peim.
Sauðfé er fremur fátt sökum pess, að útlieyskapur
er sára lítill, og landrými lítið. Aftur á móti er fjöru-
beit víðast góð. Á fiestum bæjum er dálítil garðarækt;
jöfnum höndum kál og kartöfiur. Hreppsbúar lifa á
sömu atvinnugreinum, sem taldar eru að framan í
Rauðasandshreppi, að fuglatekju undan skildri. En á
liinn bóginn er porskafli vanalega mikið meiri, og oft mætti
stunda síldarveiði, enda er hún rekin lítið eitt á Suðureyri.
Mjög erfitt er með jarðabætur í pessum hreppi.
Einkum er pó um túnarækt að ræða, svo sem að girða
pau og slétta. Sléttanir par eru samt mjög seinunnar
og dýrar sökum grjótsins í túnunum. Enn fremur
mætti mikið bæta túnin, ef áburður væri betur hirtur
og notaður en gjört er.