Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 70
66
minna, því að oft eru þau elíki eins heimtufrek, sem
óhlýðnu hjúin; enda er eðlilegt, að pau hjú, sem heimta
sjálfræði með vinnu, sýni mikið sjálfræði í kaupheimtu.
En nú er ekki þar með búið, þótt óhlýðnu hjúiu séu oft
iðjulaus, en liin lilýðnu séu útþrælkuð, og þau hafiekk-
ert fyrir þá vinnu sína, heldur hafa þau oft mest ónot
af húsbóndanum, annaðlivort af því hann þorir lielzttil
við þau, eða af því, að hann ætlast til meira af þeim,
og finnst því meira um, ef þau gjöra eigi að haus skapi.
|>ó er ekki þar með búið; því að altítt er, að þessi hjú
mæti einnig ónotum hjá hinum hjúunum fyrir lilýðni
sína. »Hver elskar sér líkt«, og allir vilja aðra sérjafn-
svarta. Hlýðnu og óhlýðnu hjúin eiga ekki skap saman.
|>egar óhlýðnu hjúin liafa neitað sanngjörnu verki, þá
vilja þau að aðrir gjöri það sama, svo að þau standi
ekki ein sek. J>etta vekur því gremju til hlýðnu hjú-
anna. Svo má nefna það, að þegar þarf að vinua eitt-
hvert verk, sem álitið er vont, en verður þó ekki ein-
göngu unnið af hlýðna lijúinu, þá er liúsbóndinn stund-
um svo mikil liúsbóndalejrsa, að hann segir hlýðna hjú-
inu að gjöra verkið og segja liinum hjúunum að vinna
það með sér. Með þessu móti sleppur húsbóndinu hjá
skellunum, eða þeim ónotum og illyrðum, sem höfð eru
yfir því að vinna verkið, en allir skellirnir lenda á
hlýðna hjúinu.
þegar nú hlýðna hjúið sér, að það hefir margt íllt, en
fátt gott fyrir hlýðni sína, og finnur, að húsbændur og
hjú brjóta mannréttindi þess með stjóruleysi sínu, þá
er ekkert eðlilegra, en að það verði óhlýðið eða hætti að
stjórna sjálfu sér, allt fyrir það, þótt það haíi feng-
ið stjórnsamt uppeldi og verið stjórnsamt að upp-
lagi. í’annig sést, að atvikin neyða oft stjórnsama
menn til að verða að stjórnlitlum eða stjórnlausum
mönnum.