Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 69
65
jbegav um er að ræða, að lækna einliverja meinsemd,
verður fyrst að leita að upptökum sjúkdómsins, til pess
að vita, hvað við eigi. J>að er pví fyrst að athuga, hver
sé orsökin til pess, að stjórnsamir menn neyðast til að
verða að stjórnlitlum mönnum. Oss dylst ekki, að ein-
stöku menn ala hörn sín upp við stjórnsemi, pað er að
segja, peir kenna peim að stjórna sjálfum sér, eða með
öðrum orðum kenna peirn að hlýða; en pað er liið
fyrsta skilyrði, til pess að geta stjórnað öðrurn, að
kunna að stjórna sjálfum sér. Enda er ekkert eðlilegra,
en að sá, sem ekki kann að hlýða eða stjórna sjálfum
sér, kunni pví síður að stjórna öðrum. Enn fremur her
pað oft við, að peir sem eigi hafa haft gott uppeldi, nó
vanizt í æsku við stjórnsemi, hafa tekið sér frarn, pegar
peir komu til vits og ára, og fengið pá fullan vilja til
pess, að verða að stjórnsomum mönnum.
]?á er að atliuga betur um pessa menu. Fyrir fjölda-
mörgum hinum yngri liggur að fara í vist eða vinnu-
mennsku. Nú er pað algengt, að á heimilum sé rnjög
lítil stjórnsemi. Ef eitthvert hjúanna er pó svo stjórn-
samt, að pað kunni að lilýða, pá er algengt, að beita
pví fyrir öllum verstu verkunum. |>að er viðkvæðið hjá
mörgum húsbændum, sem flestir munu oft liafa heyrt,
að pað verði að biðja pennan eða pennan, að gjöra petta
eða petta, pví aðrir fáist ekki til pess. I pessu kemur
fram stjórnleysi lmsbóndans. Hann lætur óhlýðnu
vinnuhjúin stjórna sér sjálf, en reynir oft að eins að
stjórna peim hjúunum, sem kunna bezt að stjórna sér,
Vanalega koma pví öll mestu og verstu verkfn á hlýðnu
hjúin, en ólilýðnu hjúunum er launuð leti sín með pví
að lofa peim að vera iðjulausum. Nú er pað mjög
sjaldan að húsbændur sjái lilýðnina við hjú sín, lieldur
er pað aigengt, að pau hafi saina kaup eða jafnvel
Búnaðarrit. II. 5