Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 78
74
fjármaður hefir forðað fé bónda frá hungurdauða eða
öðrum vanhöldum. Allt fyrir það er vanalega gjörður
„áriB 185 . bjuggu 2 bændur á S á Ótmannasveit A. og
B. A. hafði biiið vel; verið mosti dugmaður og aí'bragðs-fjár-
maður. ætíð liaft skepnur sínar í góðu lagi og notið góðs gagns
af þeim. Aldrei liafði ’nann komizt í heyþrot, og sá ætíð vel
fyrir fóðrun pehings síns þogar á liaustin. Nú var liann orðinn
aldraðnr, nærri sextugur, og búinn að missa heilsuna, svo að
liann lá oft stórlegur, einkurn á veturna, þegar liann fór að vera
i heyjum; því að heilsuleysi hans var brjóstveiki. þó hafði hann
fram að þessu ári getað hirt skepnur sínai' að mestu leyti sjálfur,
eða séð um kirðinguna.
þetta liaust setti liann á um 70 ær, 50 lömb, 30 sauði, 4
hross og 2 kýr, og áleit hey sin þá svo mikil og góð, að ltann
hefði aldrei verið jafnbyrgur sem þá. Voru þoir bændurnir að
tala saman um ásetning sinn eitt sinn um liaustið, og kom sam-
an um, að A mundi gefa til fardaga, þótt allt stæði inni til þoss
tima, en B. mundi gefa þangað til viku at sumri nteð sömu inni-
stöðu. þóttust því báðir vcl stæðir; því að bcit var freraur góð
á S. og náði oft til hennar.
A. var bezti smiður á tré og járn og smíðaði öllum stund-
um á veturna, er hann var eigi við fé sitt. Stundum barst svo
að honum af smíðum, að liann komst cigi yfir það eins fljótt cins
og hann vildi. Veturinn áður en sá atburður varð, cr hér sogir frá,
kom þetta fyrir sem oftar; einnig var A. þá mjög lasinn oft og
tiðum og þoldi illa að vera í heyjum. þá fékkhann léðan mann,
er J. hét í 8 vikur, og lét hann liirða þá gripi, sem Iiann liafði
hirt sjálfur, en leit að eins eftir hirðingunni. Var J. þá hinn
trúasti og dyggasti, og líkaði A. mjög vel við hann ogþóttihann
góður fjárgeymslumaður, og réð liann því til sín til næsta árs.
það liaust, er hér ræðir um, hafði A 2 vinnumonn, þenna
J. og nnglingsmann að nafni S. Lét A. S. hirða flestar ærnar á
beitarluisum, og gjörði ráð fyrir, að liey það, sem þar var, mundi
endast þeim í góulok og skyldi síðan flytja þoim hey að heiman.
Hinir gripirnir voru allir hoima, og ætlaði A. að hirða þá sjálfur
með J., og hafa liann yfir höfuð til að ganga þar í sinn sfcað, of
smíðar eða veikindi hindruðu sig sjálfan.
Nú líður veturinn fram yfir nýár og likar A. sæmilega við
J.. en þó ekki eins og veturinn áður. Veturinn varð þegar nokk-