Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 56
52
að í för með sér, en geta þó orðið að miklu gagni;
pannig eru t. d. smávegis vatnsveitingar, Jmr sem vel
hagar til. J>egar eg ferðaðist um ísafjarðarsýslu sum-
arið 1883, kom eg á bæ, par sem bóndinn hafði
gjört vatnsveitingu á túnið sitt, sumarið áður; par hag-
aði svo til, að lækurinn, sem notaður var við vatnsveit-
inguna, rann rétt við túnið, og var eigi teljandi fyrir-
höfn að ná lionum uyop; túnið var slétt, og hallinn á
pví hæfilegur fyrir seitlveitu; jarðvegurinn var mjög
sandborinn, og pví einkarnauðsynlegt að veita vatni
á túnið við og við. Bóndinn var í tvo daga við annan
mann að gjöra vatnsveitinguna, og pótt húu væri ófull-
komin, og eigi gjör eftir réttum reglum, pá fékkst pó
samsumars fullu ky'rfóðri meira af túninu, en nokkru
sinni hafði fengizt af pví áður, svo lengi sem menn
mundu; var pó sumarið 1882 talið grasleysissumar á
Yesturlandi. J>ótt menn geti eigi almennt lagt í mikinn
kostnað til jarðabóta, pá geta peir pó gjört pær jarða-
bætur, sem kostnaðarlitlar eru. Ef menn fyrst ynnu
upp gæði jarðanna, og gerðu allt pað til pess að bæta
pær, sem eigi heimtar mikinn kostnað, og ef menn að
öðru leyti færu skynsamlega að ráði sínu, pá mundi eigi
líða á löngu, áður en menn yrðu einnig færir um að
gera talsvert kostnaðarsamar jarðabætur.
Jarðabæturnar lúta að mestu leyti að pví, að auka
og bæta he3raíiann. Taðan er bezt og dýrmætust af öll-
um heyafla; pess vegna er engin jarðabót meira verð
en sú, er miðar að pví að auka og bæta töðuafiann ;
má pað gjöra á margan hátt, en mest af öllu er pó
undir pví komið, að menn hirði og noti áburðarefnin
sem bezt. Með hinni almennu meðferð á áburðinum,
má telja pað víst, að pað sé eigi fullur priðjungur af
áburðarefnunum, sem verður að notum. Að hirða á-
burðarefnin svo vel sé, heimtar pó eigi meiri kostnað