Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 213
209
Enn fremur segir lierra Jón Sigurgeirsson til athugunar við
skýrslu sína: „Haustið 1885 bar kýrin 8—4 vikum seinna, en
1884, eg man eigi hvaða mánaðardag. Hæst dagsnyt á þessu
ári (1884—1885) voru 22 pottar, en alllengi var kýrin í 20 potta
dagsnyt. Um vorið gekk liún út í 20 potta dagsnyt og hélt
því nokkuð á sér; enda mjólkaði hún mjög jafnt yfir sumarið
og fram á haust. Af því að eg hefi ekki nema þessa einu kú,
þá get eg ekki gjört svo Ijósa grein, sem skyldi, fyrir smjöri úr
mjólkinni; því að eins og gengur var daglega eytt af rjóman-
um, og nokkuð af nýmjólkinni þurfti að ganga til ungharna. En
óliætt mun að fullyrða, að mjólk úr þessari kú sé í betra lagi
kostgóð og smjörmikil; enda mun láta nærri, að smjörpund
fáist úr 13—14 pottum, en sem sagt, þori eg eigi að fullyrða
það. Árið 1885—1886 komst kýr þessi i 23'l2 pott á dag, en
allt fyrir það mjólkaði liún það ár ekki eins mikið, sem
árið á undan, enda mun hún aldrei hafa mjólkað jafnmikið yfir
árið, er ætíð hefir að likindum komið af því, að fóðrið heíir
annaðhvort verið of lítið, eða slæmt. í liaust komst kýrin í
2U/2 pott á dag. — Kýrin er heldur litil, en að öðru leyti álít
eg, að hún liafi flest þau mjólkureinkenni, sem talin eru í I.
árgangi búnaðarritsins bls. 109“.
Víða, þar sem kálfar hafa verið aldir upp í vetur, hafa
verið haldnar skýrslur yfir gjöf þeirra og lifandi þunga. Ekki
hafa þó aðrir sent þess konar skýrslur, en hr. Kristján Krist-
jánsson á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, og kemur sú skýrsla
hér á eftir.
Búnaðarrit. II.
14