Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 94
90
skakkafalli; því að líklegt er, að sumir þeirra kefðu eigi
atvinnu mikinn hluta vetrar. þ>að kæmi því á þá sjálfa,
að kosta sig, í stað þess að húsbændurnir hafa áður
orðið að gjðra það. |>eir myndu því hera minna úr
býtum, en á meðan þeir voru í vinnumennsku. J>að
sem einkum er þó að óttast við lausamennskuna er, hve
erfitt er með samgöngur her á landi. J>ess vegna er
hætt við, að bændur gætu oft ekki náð til hentugra
manna, þegar þeir þörfnuðust vinnu, og að daglauna-
menn yrðu stundum að sitja atvinnulausir, sökum þess,
að þeir vissu eigi, hvar vinnu væri að fá. En það at-
vinnuleysi, sem hlytist af þessu, kæmist þó aldrei í
neinn samjöfnuð við það iðjuleysi, er nú á sér stað í
bundnum ársvistum.
Aftur á hinn bóginn má telja það víst, að hagsýn-
ir bændur hefðu mikinn hag af því, að geta vanalega
fengið daglaunamenn þegar þeir vildu. J>á þyrftu þeir
ekki lengur að vera bundnir við fleiri fasta ársmenn en
þá, sem þeim væru nauðsynlegir áöllum tímum ársins.
Enn fremur er víst, að ráðsettir, fjölhæfir og duglegir
vinnumenn myndu bera talsvert meira úr býtum, en
þeir gjöra nú íársvist. Með þessu móti gæfist því öll-
um betra færi á því, að nota hæfilegleika sína, en við
það þróast hæfilegleikar þjóðarinnar.
|>á er að athuga, hvort meiru næmi skaðinn eða
hagurinn, sem leiddi af þessu. Eins og áður er sagt,
yrði töluvert meira unnið í landinu, ef allir liefðu frían
aðgang að lausamennsku. Og fyrst svo er, þá er auð-
sætt, að ágóðinn verður meiri en skaðinn. En þó að
þjóðarhag leiði af þessu, þá gæti þó komið mjög óþægi-
lega við, ef ýmsir færu við þetta á höfuðið í efnalegu
tilliti. Ekki er samt að óttast, að slíkt stæði lengi; því
að menn læra smátt og smátt að laga sig eftir atvikunum,
og verða, eins og áður er ávikið, hagsýnni eftir en áð-