Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 175
171
Beztar jarðir eru taldar Múli og Eyri. Mestar og
beztar engjajarðir eru þó Gufudalirnir. Neðri Gufudal-
ur liefir verið vildisjörð, en er nú í verstu órækt og
níðurníðslu. Haglendi er þar allmikið gengið af sér af
saudfoki, skriðum og grjóthruni. Bæði í þessum hreppi
og Múlahreppi er vetrarríki töluvert, því að firðina
leggur á vetrum, svo að sjaldan næst til fjörubeitar.
Reykhólalireppur skiptist í jporskafjörð, Reykjanes
og Innsveit. í jporskafirði er haglendi gott fyrir sauð-
fé og kvistlendi nokkurt; en allsnjópungt er þar á vetr-
um, einkum inn í firðinum. Engjar eru snöggar, reit-
ingssamar og langsóttar. Tún eru þar í órækt, en nokk-
uð stór. Sauðataði og hrísi er brennt á fiestum hæj-
um. Mótak er þó gott á Laugalandi, sem er yzti bær-
inn við fjörðinn. Bæir eru 6.—Illunnindi eru þar eng-
in, og er sauðfjárrækt aðalatvinnuvegurinn.
Reykjanesið gengur alllangt fram, og liggur eftir
því nokkuð hár og víðáttumikill fjallgarður. Dalir liggja
uppi á honum, og eru töluverðar slægjur í þeim og mjög
gott haglendi í þeim fyrir sauðfé. Að vestanverðu á
nesinu er allmikið undirlendi. Bæirnir standa fiestir
upp undir fjallinu, en niður undan þeim eru flóar mikl-
ir. |>eir eru nokkuð hlautir, en ekki vel grasgefnir né
heygóðir. Er það sökum þess, að undan hlíðunum koma
fram dj'javeitur og leirkeldur. Engjar þessar mætti þó
víða töluvert bæta með framræslu og vatnsveitingum,
hæði seitluveitu og uppistöðu.
Tún eru þar á mörgum jörðum fremur góð, og
liggja ágætlega fyrir rækt, en sá ókostur er, að mór er
þar óvíða, og ekki góður, þar sem hann fæst. Naut-
gripahagar eru þar mjög góðir.
Hlunnindi eru þar víða mjög mikil, bæði af dún-
tekju, selveiði og lirognkelsaveiði. Mest hlunnindi eru