Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 8
6
Hlín
Margar fleiri konur tóku til máls og kom fram al-
mennur áhugi fyrir þessu máli.
Töldu konur mjög nauðsynlegt á þessum krepputím-
um að búa sem mest að sínu. Kœmu þá einkum til
greina matjurtir, og væri þá mikilsvert að velja eink-
um þær tegundir, sem harðgerðastar væru og líklegast-
ar til að geta þrifist. Garðyrkjukona, Auðbjörg
Tryggvadóttir, sagði nokkuð frá starfsemi sinni í sveit-
inni þetta vor og svaraði fyrirspurnum, er beint var til
hennar. — Formaður sagði allmikið frá ræktun, með-
ferð, geymslu og notkun ýmsra káltegunda.
f umræðunum kom í ljós, að konur í Þistilfirði höfðu
miklu víðtækari reynslu í notkun matjurta, en þær
ljetu í veðri vaka í fyrstu.
Beiðni kom frá »Hinu skagfirska kvenfjelagi« um
styrk til vinslu á þriggja dagsl. landi, er þær höfðu tek-
ið til ræktunar. Svohljóðandi tillaga kom fram í mál-
inu:
»Fundurinn leggur til að »Hinu skagfirska kvenfje-
lagi« sje veittur fjárstyrkur til garðræktar að upphæð
kr. 75.00«. Breytingartillaga frá gjaldkera um, að
styrkurinn skyldi aðeins vera kr. 50.00 var feld. Aðal-
tillagan samþykt með einu mótatkvæði.
Gefið fundarhlje í klukkustund til að skoða sýnis-
horn af íslenskri handavinnu, er Halldóra Bjarnadótt-
ir hafði meðferðis. Hefir S. N. K. síðastliðin 5 ár veitt
200 kr. á ári til þessara sýnishornakaupa. Ennfremur
var fjölbreytt sýning á heimilisiðnaði úr Norður-Þing-
eyjarsýslu.
HeimiKsiðnaður:
Halldóra Bjarnadóttir gat þess, að tilraun sú, sem
gerð var í Húnavatnssýslu, samkvæmt ákvörðun síð-
asta aðalfundar S. N. K. með að vinna karlmannshálf-
sokka úr ull, hefði gengið ágætlega. Sokkarnir voru