Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 82
80
tílin
mennirnir hlökkuðu mikið til þess að setjast að sumbli
með prófastinum. Á borðum var veislukostur nægur og
góður, og sparaði frú Margrjet ekkert til þess, að sá v
dagur yrði sem hátíðlegastur og heimilisfólkinu minn-
isstæður. Þó var hún mjög sparsöm og hagsýn á alt,
sem að sparnaði laut og búkona mikil. Jeg minnist
þess, að eitt sumarið voru miklir óþurkar æði lengi, en
12. ágúst um morguninn var kominn brakandi þurkur.
Nú urðu allir samtaka um það, að láta hendur standa
fram úr ermum; til þess þurfti enga hvatningu, og var
nú unnið af kappi að heyþurkuninni. Jeg vann að því,
að bera blautt hey í fanginu, og var allur blautur og
leirugur, þegar heim var gengið til morgunverðar. Fór
jeg því til frúarinnar og bað hana um að leyfa mjer að
borða við búrbekkinn, þar sem ekki mætti eyða tíma í
það að hafa fataskifti. Hún tók þessu fjarri, sagði að
jeg skyldi fara í treyjuna mína, eins og jeg væri van-
ur og borða með þeim; hún skyldi láta poka undir fæt-
urna á mjer, er gæti tekið við bleytunni, sem úr þeim
rynni. — Þennan dag, sem allan þurfti að nota til hins
ítrasta, bað hún mig að sjá um, að fólkið hætti vinnu
í fyrra lagi. Ekkert mátti draga úr þeirri ánægju og
sæmd, sem hægt var að sýna manni hennar á afmælis-
daginn hans og heimilisfólkinu líka.
Frú Margrjet Sigurðardóttir er fædd 18. júlí 1843.
Hinn 21. júlí 1880 giftist hún sjera Jóni Jónssyni, pró-
fasti í Bjarnanesi. Þau eignuðust 2 börn. Annað dó í
fæðingu, á lífi er sonur þeirra, Sigurður Jónsson, óð-
alsbóndi að Stafafelli i Lóni. Frú Margrjet andaðist
að Stafafelli 30. júní 1899. Söknuðu hennar allir, sem
nokkur kynni höfðu af henni.
Austurland er fagurt og svipmikið. Þar eru hæstu
fjöllin hjer á landi og tignarlegustu. Þar er langstærsti
og fegursti skógurinn. Þar eru fallvötnin breiðust, dal-
irnir stærstir, sæbrattinn mestur, sviftibyljirnir snarp-