Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 94
92
Hlín
Líkt og hetja af. hólmi gengin
hvíld þú tekur meðal vina,
finnur um þig örmum vefja
aðra og þriðju kynslóðina.
Enn er dagur, enn skín sólin,
alt þó vilji á kvöldið minna,
það þjer færi frið og unað,
fylling dýrstu vona þinna.
Þingeyri í júlímánuði 1931.
Gnörún Benjamínsdóttir.
Frásögn gamallar vinkonu um Petrinu Pjetursdóttur,
þegar hún bjó á Vattamesi í Múlasveit.*)
Petrína var ekki búin að vera lengi á Vattarnesi,
þegar fólk veitti því eftirtekt, að hún var gædd meiri
andlegum og líkamlegum hæfileikum en fjöldinn. Ná-
grannar hennar fóru að sækja ráð til hennar, og frá
þeim barst það út um sveitina, svo það varð að við-
kvæði: »Jeg ætla að tala um þetta við Petrínu á Vatt-
arnesi«, ef eitthvað þurfti úr vöndu að ráða. Og unga
konan á Vattarnesi miðlaði óspart. Eftir skamman
tíma voru varla sniðin og saumuð svo spariföt í sveit-
inni, að ekki væri að meira eða minna leyti handaverk
Petrínu á þeim. Það er ótrúlegt, hve miklu hún kom í
verk með öllum búskaparönnunum og oft fáliðað af
fullorðnu fólki. Af unglingum hafði hún oftast nóg,
*) Jeg gat ekki stilt mig um að taka þessi minningarorð með,
fyrst þau bárust mjer í hendur, þau lýsa sjerstökum ein-
kennum í fari þessarar merkiskonu. Þau sýna ljóslega hve
mikil áhrif fátæk alþýðukona getur haft á heila sveit, ef
hæfileikar og hjartalag haldast í hendur.
Ritstj.