Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 98
96
Hltn
sögu sinni »Oncel Toms Cabin« vakti athygli alheims á
kjörum svertingjanna, eða Alle-Trygg Helenius, sem
varði aleigu sinni og öllum kröftum til að útrýma of-
drykkjunni úr heiminum. — Nú síðast hefur heimur-
inn veitt Jane Adams mesta athygli, því hún var sæmd
friðarverðlaunum Nobels á síðastliðnu hausti fyrir hið
mannkærleiksríka starf, sem hún hefur unnið um 40
ára skeið meðal fátæklinganna í Chicagoborg.
Konan hefur sannað rjetf sinn til að vera alhliða
fulltrúi hvers góðs málefnis og starfs, sem unnið er til
heilla mannfjelaginu. Henni verður ekki markaður bás,
hún er með kærleika sínum í fullum rjetti allsstaðar,
hvar sem leggja þarf græðandi hönd á sár mannanna,
hugga og bæta það, sem áfátt er í góðu, og gefa sjer-
hverju blómi, sem vaxa þarf, vermireit hlýju og frið-
ar. Þetta hefur ameríska konan, Susan Anthony sýnt
(f. 1835). Hún fjekk viðurnefnið »engill fangelsanna«,
því henni tókst að göfga og gera að góðum mönnum
þá, sem dýpst voru fallnir í mannfjelaginu. — Að
samskonar starfi vann hi'n guðdómlega Matthildur
Wrede meðal fanga í Finnlandi. — Og hver þorir að
segja konunni að halda sjer jafnan »heima við tjöld-
in« eftir að guðdómsljós ólafíu Jóhannsdóttur hefur
logað meðal hinna »Aumustu allra« í Noregi?
Það var haft að máltæki í Noregi, þegar skýrt var
frá, hvernig það hefði atvikast, að stúlka, sem lent
hafði í foræði spillingarinnar sneri við frá villu síns
vegar til heiðarlegs lífs: »Það var ólafía«, það var
konan.
Það var konan, sem var Ijósmóðir ódauðleikans við
gröf Krists. Það var konan Auður djúpúðga, sem fyrst
sýndi kristinni trú hjer á landi virðingu í verki, er hún
ljet grafa sig í flæðarmáli. Það var konan, sem ekki
ljet gullið lokka sig í Geirþjófsfirði, heldur festi trygð-
ina á blað fornsagna vorra. Það er konan, Ásdís á