Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 34
loksins kom, og þar var þó bæði ungmennafjelag og
kvenfjelag.
Hreppamir, sem jeg ferðaðist um, voru þessir: Kol-
beinsstaðahr., Eyjahr., Miklaholtshr., Staðarsveit og
Breiðuvíkurhreppur. Jeg fór þrjár umferðir um starfs-
svæðið, og fór heim á alla þá bæi, sem þess óskuðu, en
þeir voru, því miður, mjög fáir í sumum hreppunum,
bæði af því að fólk er áhugalítið fyrir garðrækt og líka
af því, að fólk vissi ekki að jeg var á ferð, það hafði
verið svo slælega auglýst.
í fyrstu umferðinni sáði jeg í vermireiti og kassa,
valdi garðstæði og sáði því fræi, sem þoldi að því væri
sáð svo snemma.
I annari umferðinni setti jeg niður kartöflur, sáði
matjurta- og blómafræi og bjó út blómgarða.
í þriðju umferðinni, sem um leið var eftirlitsferð,
plantaði jeg út úr reitum og kössum, lúði garða og
þessháttar.
Það voru búnir til þrír vermireitir, tveir af þeim
voru í Kolbeinsstaðahreppi, og dafnaði vel í þeim báð-
um, en sá þriðji, sem var í Breiðuvík, eyðilagðist af
því að skepnur komust í hann. — Mjög víða var sáð í
kassa, en það lánaðist ekki eins vel og við hefði mátt
búast, plönturnar voru veikbygðar og þroskalitlar, og
voru sumstaðar alls ekki hæfar til gróðursetningar,
sumstaðar voru þær þó dágóðar, en hvergi eins þroska-
miklar og reitaplönturnar.
Bæði í reitina og kassana var sáð blóma- og mat-
jurtafræi, en flestir vildu hafa meira af blómunum.
Alls voru búnir til ellefu garðar, tveir matjurtagarð-
ar og níu blómgarðar. í blómgarðana var mest plantað
íslenskum blóm- og trjáplöntum úr hinum gróðurríku
hraunum, sem svo mikið er af þarna fyrir vestan,
einnig nokkrum norskum trjá- og runnaplöntum.
Tíðin í vor var mjög óhagstæð, bæði köld og þur,