Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 71
69
HUn
urinn mikill og hreinn. Þegar hún talaði við mig í
fyrsta skifti, skildist mjer, að hún mundi lesa strax
allar mínar hugrenningar og vita alt um mína hagi.
Mest dáðist jeg að því, hve mikil, tíguleg rósemi og
festa hvíldu yfir allri háttsemi og framltomu frúarinn-
ar. Seinna skildist mjer, að það væri þessi þáttur lynd-
iseinkenna hennar, sem olli því, hve sýnt henni var um
það að stýra miklu búi, bæði utan húss og innan. Svo
mikið traust hafði heimilisfólkið á bústjórn hennar og
vitsmunum, að kæmi eitthvert vandamál fyrir, hvort
sem það snerti einkamál þess eða heimilið, var strax
leitað ráða hennar, með öruggri vissu um það, að þau
mundu duga. Ef ráðsmönnum líkuðu ekki tillögur pró-
fastsins, viðvíkjandi bústjórninni, báru þeir þær undir
frúna, og kvað hún þá upp úrskurð, sem ekki varð á-
frýjað, en allir aðiljar sættu sig við.
Þegar bi-jefið kom frá föður mínum, hafði það að
geyma þau úrslit um ágreining vi'starsamninganna,
sem jeg hafði getið til við prófastinn, að alt var lagt á
mitt vald um það, hvernig jeg snerist við þessu. Þá var
jeg búinn að vera í Bjarnanesi um mánaðartíma. Mér
hafði í raun og veru aldrei liðið betur, ekki einu sinni
hjá foreldrum mínum. Fœðið var nægilegt, vinnan
reglubundin og allir á heimilinu voru góðir við mig og
alúðlegir. Þar að auki var heimilið mjög friðsamt. Þar
heyrðust aldrei deilur. Aftur á móti virtist hvíla yfir
því mikil glaðværð, sem þó var stilt í hóf. Spaugsyrði
og glettin tilsvör flugu manna á milli. Kappræður um
viðburði þátímans í stjórnmálum og einkalífi áttu sjer
oft stað, en ávalt í mesta bróðerni. Tók prófasturi'nn
oft þátt í þeim og frúin líka, og lögðu þá til fræðslu og
leiðbeiningar. Prófasturinn var þá alþingismaður og
lagði oftast eitthvað til málanna, þegar um.stjórnmál
var rætt. Mesta ánægju vakti það, þegar prófasturinn
og frúin rökræddu mál og voru sittá hvorri skoðun.