Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 47
Htín
45
verið notaðar til manneldis hjer á landi og öðrum norð-
lægum löndum. í ræturnar safnast seinni part sumars
og á haustin forðanæring, sem plantan notar til vaxtar
næsta ár. Það er mikill kostur við rætumar, að þáð er
altaf hægt að ná til þeirra, ef frost ekki bannar, þær
geymast líka vel, því börkurinn varðveitir þær frá
rotnun. Þessvegna hafa rætur líka verið geymdar í
mold yfir veturinn. Eggert ólafsson segir, að hvanna-
rót sje geymd í mold og borðuð með harðfiski og mjólk,
flautum eða smjöri. Bjami landlsöknir minnist á, að
suðaustanlands sje það allajafna venja, þegr farið er
á grasafjall »að láta einnig hvannarætur í grasapok-
anac.
»Á Góuþrælinn gróf jeg rætur«, stendur einhvers-
staðar, lfklega er þar átt við fiflarætur. Norðmenn
nota þær samanvið í kaffibæti (Lövetand).
Mururætwmcvr voru mest metnar, og það er alkunn-
ugt að þær voru notaðar í öllum norðlægum löndum og
á skotsku eyjunum líka. Æfintýrin, sem enginn veit
um aldur á, enduðu oft á þessári klausu: »Þau áttu
börn og buru, grófu rætur og muru«. Mururætumar
eru bestar á vorin, þegar fyrstu blöðin eru að gægjast
upp úr moldinni. Ræturnar má borða hráar og »seydd-
arímysueðamjólk eru þær afbragðs styrkjandi fæða«,
segir Bjarni landlæknir. Rótin er gildvaxin og sæt á
bragðið. — Þorvaldur Thoroddsen segist hafa sjeð
mururætur borðaðar undir Jökli um 1890. — Muran
er mjög útbreidd um alt fsland.
Hvannarætur hafa víða verið notaðar í brennivín,
þykja þær gera góðan keim að víninu.
Þá munu flest börn, sem uppálin eru í sveit, kann-
ast við holtarætuma/r, harðatægjurnar, ræturnar und-
ir lambagrasinu, sem vex á öllum melum. Líklega eru
börn nú hætt að borða þetta, en það er ekki langt síðan