Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 121
HÍln
119
til Landsfundarins frá Kvenfjelagasambandi Gull-
bringu- og Kjósarsýslu. Tillagan var svohljóðandi:
»Pundurinn ályktar að mótmæla harðlega þings-
ályktunartillögu þeirri um undirbúning á frumvarpi til
laga um fækkun prestsembætta, sem samþykt var í
Neðri deild Alþingis 3. maí 1932, þar sem telja má víst,
að með sh'ku lagaákvæði glati þjóðin þeirri háleitu
hugsun sinni, sem einna fremst allra hefur sameinað
hugi hennar til þess að vinna að kristindómsmálum«.
Tillagan var samþykt.
IX. Húsmæðraskólar. Þá skýrði Herdís Jakobsdóttir
frá því, að mikill áhugi væri vaknaður fyrir því innan
Sambands sunnlenskra kvenna, að stofnaður verði hús-
mæðraskóli á sambandssvæðinu, og væri farið að svip-
ast um eftir skólasetri. — Sigríður Fanney lýsti hús-
mæðraskólanum á Hallonnsstað, starfsháttum hans og
fyrirkomulagi hússins. — Halldóra Bjarnadóttir, er ný-
lega hafði heimsótt Staðarfellsskólann, skýrði frá fyr-
irkomulagi hans. — Estíva Björnsdóttir lýsti hús-
mæðraskólanum á ísafirði, sem var stofnaður 1912,
væri hann einkaskóli kvenfjelagsins »ósk«, en hefði
styrk frá Alþingi. — Jónína frá Lækjamóti mintist
Kvennaskólans á Blönduósi.
Talsverðar umræður urðu um skólana og var síðan
samþykt svohljóðandi tillaga:
»Kvenfjelagasamband íslands skorar á allar konur
íslands, að styðja að velgengni húsmæðraskóla lands-
ins«.
X. Alþjóðaráð kvenna.
Varaformaður Bandalags kvenna í Eeykjavík, Hólm-
fríður Árnadóttir, flutti þá erindi þess efnis, hvort K.
I. vildi ekki gjörast meðlimur í »Alþjóðaráði kvenna«
(International Counsel of Women). Væri Alþjóðaráð
kvenna aðallega fjelag landssambanda. Um málið urðu
I