Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 72
70
Hlin
Svo virtist, sem þau ynnu hvort öðru mikið, og jafn-
framt leiddi af því, að þau virtu hvort annað og vildu
engin stygðaryrði láta falla. Engu að síður hjeldu þau
fast við sínar skoðanir, svo að ekki varð um þokað.
Hann átti meira af þekkingu og fróðleik. Hún átti
meira af skarplegri rökfimi. Hann færði athugasemdir
sínar í búning fræðimannsins. Hún skildi »praktísku«
hliðina betur og hjelt sjer að henni.
Nú var jeg í engum vafa um það að ganga að þeim
kjörum um vistráðninguna, sem mjer voru boðin. Efnd-
irnar á vistarsamningunum urðu þær, að jeg fjekk til-
sögn allan veturinn. Jeg kom þangað mjög klæðlítill,
en fór þaðan eftir eitt ár svo vel að fatnaði búinn, að
jeg þurfti engu við það að bæta næsta árið, en um fatn-
aðinn hafði ekkert verið samið. Þetta var þó ekki nema
byrjun, eða lítill þáttur, af þeirri umhyggju og góðvild,
sem jeg naut hjá frú Margrjetu og manni hennar.
Sumarið 1885 var jeg í kaupavinnu á Fljótsdalshjer-
aði. Sjera Jón hafði þá, að ósk minni, sótt fyrir mig
um inntöku í Möðruvallaskólánn, fundið skólastjórann
að máli, og beðið hann að annast um mig. Var jeg nú
einráðinn í því að fara þangað um haustið. i sláttarlok
fór jeg að smala saman sumarkaupinu og gekk það nú
miklu ver, en jeg hafði búist við. í staðinn fyrir pen-
inga fjekk jeg skrifleg loforð um það, að mér yrðu
sendir peningarnir um nýár. Með þessi loforð ætlaði
jeg að leggja af stað norður, einn míns liðs og gang-
andi. Póstferðir voru þá strjálar og skipaferðir ennþá
strjálli. Um samfylgd var því ekki að ræða. Barst nú
sagan um það, að 17 ára gamall strákur ætlaði einn
um öræfi og fjöll norður í land, ókunnugur öllum veg-
um, og því sem nær peningalaus, með farangur sinn á
bakinu. Frú Margrjet var þá í kynnisför hjá frú Elísa-
betu systur sinni. Frændsemi þeirra systra var ástúð-
leg og héldu þær þeirri venju að heimsækja hvor aðra