Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 65
HKn
63
hún stendur kyr, hvernig og’ af hverju hún súrnar og
hvaða breytingum hún tekur við það. Þau fá að sjóða
hana og sjá að agnir setjast á botninn og skán ofan á
hana. Þau fá að sjá, hvernig ostefnið skilst frá við
sýru, hita og hleypi. Þau fá að sjá hvernig smjörið
verður til, og ef til vill fá þau að framleiða dálítið af
því sjálf.
Eggið.vigta þau og greina sundur helstu hluti þess.
Þau teikna það og sjá það teiknað og útskýrt hvað það
eiginlega er og hvað úr því getur myndast.
Börnin fá fræðslu um það í fyrirlestri og með mynd-
um og skýringum, hvemig sykurinn er búinn til og
hvaðan hann kemur, sama má segja um aðrar fæðuteg-
undir. í mörgum skólaeldhúsum hafa börnin bók til
þess að skrifa þessa fræðslu í og teikna þá sjálf og
skrifa um hverja tegund matvælanna fyrir sig.
Þá er og hægt að æfa reikning í skólaeldhúsunum,
með því að láta reikna verð matarins, og er það góð æf-
ing í hugareikningi, og ætti að hjálpa til þess að færa
reikningsnámið nær daglegu lífi nemendanna, einnig
sjá þau þá hvaða matur er dýr og hver ódýr, þó að
þess verði að gæta, að þar kemur einnig næringargildi
til greina.
Skólaeldhús-fræðslan getur þannig veitt bóklegum
námsgreinum skólans töluverðan stuðning, bæði nátt-
úrufræði, landafræði og reikningi.
Störfin verða samt aðalnámið í flestum skólaeldhús-
um, en gæta verður1 þess að ofþyngja ekki telpunum
með þessu námi; 4 stundir á dag er talið hámark
starfstímans í skólaeldhúsunum og verða börnin þá að
hafa lítil störf í öðrum deildum skólans þann dag, ef
vel á að fara. Það er ósiður að láta börn fara að vinna
í skólaeldhúsinu, þegar þau eru búin að sitja marga
tíma í öðrum námsgreinum. Víða eru hafðir sjerstakir