Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 42
40
Hlin
segir mjer, að Frakkar hafi haft mestu mætur á vilt-
vaxandi íslenskum ætijurtum og hafi iðulega fengið
þær matreiddar. Einna best geðjaðist þeim að fífil-
laufinu, sem þeir fengu matreitt sem salat.
Helga Thorlacius hefur matreitt ýmsa fína rjetti úr
fjallagrösum, skarfakáli og fleiri íslenskum jurtum á
námsskeiðum þeim, sem hún hefur haldið hjer í bæ
undanfarandi ár. — Helga er uppalin í Dufansdal við
Arnarfjörð, við mikla garðrækt. Amma hennar, prests-
kona í Otrardal, var alin upp í Sauðlauksdal hjá síra
Birni, og breiddust áhrifin út frá þessum heimilum. —
Helga segir að laukur hafi verið ræktaður í Dufansdal.
»Heimula eða heimiUsnjóli, lika nefnt fardagakál, af
því það er um fardaga nægilega sprottið til matar í
súpur og grauta«, segir Bjarni landlæknir.;— Njólinn
hefur á seinni árum dálítið verið notaður til matar
hjer á landi í uppstúf sem spínat. Þeir sem venjast
njólanum, þykir hann ágætismatur og vilja ekki án
hans vera, hann er bætiefnaríkur og hægt er að ná í
hann hvar sem er á landinu. Jeg hef fengið frjettir
víðsvegar að um notkun njólans. — Frá þeim systrum,
Þóru Magnússon, ráðherrafrú, og Sigríði Sæmundsson,
biskupsfrú á Akureyri, hefur notkun njóla breiðst
nokkuð út. Á heimilum þeirra var notað njólaspínat
allan fyrri hluta sumars. Njólinn var notaður á heim-
ili foreldra þeirra Jóns Pjeturssonar háyfirdómara og
frú Sigþrúðar Friðriksdóttur, »og við systurnar hjeld-
um venjunni«, segir frú Þóra mjer.
Á Hjeraði veit jeg að njóli hefur verið notaður og í
uppáhaldi t. d. hjá Blöndalshjónunum á Hallormsstað.
— Þórey., sem lengi var húsfreyja á Reykhólum vestra,
matbjó njólann, er mjer kunnugt um.
Loks verð jeg að fara nokkrum orðum um rófnakál-
ið eða garðakálið, þó það tilneyri ekki sjálfsánu æti-
jurtunum. Rófnakál var alt notað tij skamms tíma hjer