Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 51
titin
49
soðin og fergð, látin ofan í súrt sem sulta, þótti það
góður matur.
Sölin þarf að »yrkja«: það verður að hirða þau,
skera þau af steinunum, þá vaxa þau að nýju, annars
ekki«, segir Jón Pálsson, bankagjaldkeri, sem er þess-
um málum öllum vel kunnugur, frá margra ára veru
sinni á Eyrarbakka. (Aftur má gæta þess, hvort held-
ur er um ætijurtir, lækninga- eða litunarjurtir að
ræða, að taka þær hyggilega, uppræta þser ekki). .
Maríulcjamimi er þriðja plantan að næringargildi í
þessari þörungaröð. »Kjarninn« hefur lítið verið not-
aður til manneldis hjer á landi, en þess meira handa
kúnum. Þeim var jafnaðarlega gefin »kjarnahönk« til
mjólkur, segir mjer gömul, greinagóð kona úr Grinda-
vík. Skepnurnar kunna að meta fjörugróðurinn, þó
mennirnir sjeu að mestu búnir að týna niður notkun
hans. »Þarinn var notaður handa hestum«, segir sama
kona, og »rekasöl handa fjenu«.*
»Fjörugrösin«, segir Bjarni landlæknir, eru seld á
Eyrarbakka í kvartila- og tunnumæli, kostar hálftunn-
an hálfan fjórðung smjörs. Afvötnuð eru þau góður
matur í graut, fest með mjöli«.
Fjörugrös eru enn borðuð í Englandi og ganga þar
kaupum og sölum.
öll fjörefni (vítamín) eiga, að dómi vísindanna, rót
sína að rekja til jurtaríkisins. Fjörefnin, sem fiskarnir
safna í lifrina, sækja þeir í sjávargróðurinn. Þegar þar
að kemur, að íslendingar, eins og aðrar menningarþjóð-
* Til gamans má geta þess, sem sama kona segir um einirinn:
»Einir var viöaður« uppi í heiði og' gefinn kúm til holda. —
Það var sögusögn gamals fólks, að einirinn þyrfti 20 ár til
að vaxa, enda er nú ekkert eftir af honum -á þessum slóðum.
Einirinn var rifinn upp með rótum, það þótti gott, ef kvenmað-
ur gat rifið á hestinn á dag. Beitilyng var líka gefið kúm.«
4