Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 33
81
Hlín
eins og svo oft vill brenna við hjer á okkar kalda landi.
En alment var álitið, að þetta væri eitt hið kaldasta
sumar, sem lengi hafi komið. — Árangurinn var því
ekki eins góður og jeg hafði búist við. Frost og þurkar
gengu fram eftir öllu sumri, og mjer fanst eiginlega
ekkert sumar vera fyr en í ágústbyrjun. Þá fór líka
alt að vaxa, allar jurtir að teygja sig úr korkunni.
Áður en jeg fór, 21. ágúst, fór jeg síðustu umferðina
til að athuga garðana. Leist mjer yfirleitt vel á þá.
Voru jafnvel farin að myndast blómkáls- og topkáls-
höfuð, en rauðrófur og hvítkál var trjenað sem von
var, vegna kuldanna í vor. Rófu- og kartöflugarðar litu
vel út. — Björk og reynir voru eftir vonum.
Jeg vil ennfremur láta þess getið, að jeg notaði mín
eigin garðyrkjuverkfæri og kendi fólkinu að nota þau
verkfæri, sem það hafði ekki sjeð áður, og sagðist fólk-
ið ekki mundi skriða í g'örðunum hjer eftir.
Jeg vonast eftir ennþá betri árangri næsta sumar og
ennþá betri tíð.
Salóme Bjömsdóttir, garðyrkjukona.
Garðyrkjuskýrsla.
Að tilhlutun Kvenfjelagasambands fslands ferðaðist
jeg síðastliðið vor um Hnappadals- og nokkurn hluta
Snæfellsnessýslu og leiðbeindi fólki um garðyrkju. —
Ungmennafjelögin undirbjuggu komu mína og tóku á
móti mjer, þarna hafði engin slík starfsemi verið áður,
og -var því ekki svo vel undirbúið, sem æskilegt hefði
verið, nema í einum hreppnum (Kolbeinsstaðahreppi),
þar var búið að ákveða stað, sem jeg átti að starfa
mest á, og þar átti að vera heimili mitt, er jeg væri í
hreppnum, einnig ákveðið hvaða bæir vildu nota sjer
leiðbeiningar mínar. f einum hreppnum lá við að vand-
ræði yrðu úr, hvað við mig ætti að gera, þegar jeg