Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 77
Hlin
75
urlanda og islenzka málfræði, að hann gaf sjer ekki
tíma til að skemta fólkinu, eða gleymdi því. Þá kom
það fyrir, að frúin sótti hann sjálf, eða tók að sjer
hlutverk hans, og fanst öllum hún leysa það mjög vel
af hendi. Það virtist svo, sem prófastshjónin væru
bæði samhuga í því, að gera sitt besta til þess að auka
andlegt líf og víðsýni á heimilinu og viðhalda þeim
frjálslega, ljetta blæ, sem yfir heimilinu hvíldi. Auð-
vitað áttu líka hjúin mikinn þátt í því, sjerstaklega
systir prófastsins, Guðlaúg Jónsdóttir, sem var þar
fyrsta ár mitt og bæði var gáfuð og glaðlynd.
Allar bækur, sem þá voru gefnar út á landinu, blöð
og tímarit, komu á heimilið. Ýmist var þetta lesið í
lieyranda hljóði, eða þeir, sem vildu, áttu köst á að
lesa það. Hjer við bættist, að prófástshjónin voru bæði
sjerlega vel mentuð, hann með »lærðustu« og mentuð-
ustu mönnum, innan stjettar mentamanna, hún með
allra mentuðustu konum á þeim tímum. Auk þessa
voru bæði gædd miklum umbótahug, sem bæði kom
fram á hinu andlega og verklega sviði, og snerti mjög
umhverfi þeirra. Það var því eðlilegt að heimili þeirra
yrði miðstöð andlegs lífs í sýslunni. Þaðan streymdu,
ef jeg mætti svo að orði komast, hollir, andlegir geisl-
ar í allar áttir, sem vafalaust náðu langt út fyrir tak-
mörk sýslunnar. Það hefur verið sagt að »bændamenn-
ingin« á íslandi væri mikilsverð og holl. Jeg er sjálfur
bóndasonur og alinn upp í afskektri sveit (Álftaveri),
langt frá kaupstað. Þessvegna lief jeg oft hugsað um
það í hverju sú »menning« væri fólgin. Ekki var hún
fólgin í þekkingu. Fólkið var að vísu sæmilega lesandi
og margir kunnu að draga til stafs. Fornaldarsögur
Norðurlanda voru lesnar, og sumt af íslendingasögum
og biblían, ásamt riddarasögum og rímum. Lengra náði
ekki þekkingin. Auðvitað voru hjer, sem annarstaðar,
ýmsar undantekningar. Dagblöð sáust ekki, nema hjá