Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 9
Hlin
7
seldir á kr. 2.50 parið (sölulaun 0.50) og hafði frá-
gangur verið prýðilegur. Kvatti hún konúr mjög til að
slá sjer saman um vinslu á ull sinni og vfnna mest ein-
hverja eina vöru, sem vissa væri fyrir að seldist.
Minst var á, að æskilegt væri, að haldnar væru sýn-
ingar á vorin í sambandi við barnapróf, á handavinnu
þeirri', er börnin ynnu heima á vetrum, þar sem engin
handavinna væri kend í barnaskólunum.
Tillaga kom frá Halldóru Bjarnadóttur svohljóðandi:
»Aðalfundur S. N. K. skorar á kvenfjelögin í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu að vinna að því í sameini'ngu að
haldin verði hjeraðssýning á heimilisiðnaði vorið 1935
og hefji undirbúning sem fyrst, með því að halda
hreppasýningar árlega«.
Tillagan var samþykt í einu hljóði.
Guðrún Angantýsdóttir las upp brjef frá Búnaðar-
fjelagi íslands viðvíkjandi framlagi úr sjóði fjelagsins
til verkfærakaupa ihnanhúss á sama hátt og bændur
fengju styrk til verkfærakaupa utan húss. Svarið var
á þá leið, að til þess að þetta gæti orðið yrði að breyta
lögum Búnaðarfjelagsins um verkfærakaup. Upplýst
var á fundinum að búnaðarmálastjóri Sigurður Si'g-
urðsson mundi vera þessu máli hlyntur.
Þennan dag sátu fundinn 25 konur.
Fundi frestað til næsta dags.
Fundur settur aftur sunnudaginn 26. júnl kl. 9*/2
að morgni.
Ritari las upp brjef frá aðalformanni G. B., þar sem
hún stingur upp á, að S. N. K. verði breytt þannig, að
annaðhvort komi öflug sýslusambönd eða þá að tvær
sýslur sameini sig og gangi í samband, sem svo sendi
fulltrúa á Landsþing Kvenfjelagasambands íslands. —
Fulltrúar treystust ekki, að þessu sinni, til að taka á-
kveðna afstöðu til málsins. Töldu það oflítið hugsað,