Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 133
fílín lál
til mentunar og langt til aðdrátta á skólana. Og þó við
höfum nú stofnað heimili, getur verið að við verðum
fegnar að bæta við kunnáttu okkar á einhverju sviði.
Einmitt núna, þegar það er lífsskilyrði að auka heima-
vinnuna, þá þurfum við að læra einhversstaðar vefnað
og sauma, og með góðum vilja allra hlutaðeigenda og
með samvinnu og fjelagsskap ætti þetta að geta tekist.
Það er að nokkru leyti upp í okkar hendur lagt, sem
erum konur í sveit, að hæna fólkið aftur að sveitaheim-
ilunum, og það ætti engin okkar að vera nísk á tíma
handa ársstúlkunum okkar til náms, því með aukinni
þekkingu verður kunnátta þeirra meiri við daglegu
störfin. En eins og allir vita ríður ekki lítið á því að
vinna störfin vel og kunna þær aðferðir, sem stuðla að
þrifnaði og um leið velferð hvers heimilis. Þá eru heim-
ilin búin að fá það aðdráttarafl, sem talið er hverri ís-
lenskri húsmóður til sóma.
Neðstabæ í Norðurárdal, á sumardaginn fyrsta 1932.
Auðbjörg Albertsdóttir.
Góð bók.
Með línum þessum langar mig til að vekja athygli á
bók, sem út kom fyrir stuttu, það er bókin »Mataræði
og þjóðþrif« eftir dr. Björgu Þorláksdóttur. Þessi bók
flytur mikinn fróðleik viðvíkjandi matvælum, efni
þeirra og áhrifum á líkamann. — Allir, sem á þessa
bók hafa minst, dæma hana á einn veg, að hún sé með
nytsömustu bókum, sem út hafa komið á seinni árum,
og bæti úr mikilli þörf til fræðslu um næringarefnin og
alla aðbúð almennings um mataræði.
Þess má vænta, að þessi fyrsta manneðlisfræði okk-
ar verði eign allra heimila á íslandi. — Hún ætti að
9*