Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 97
tílln
95
Það fyrsta, sem kvenfjelög-in ættu að starfa að, er
að útrýma þessum andstæðu skoðunum. En hvernig?
Það er ekki hægt með öðru móti en því að koma öllum
í skilning um það, að konan sje fullfrjáls. Starf hennar
verður því aldrei takmarkað, af þeirri eðlilegu ástæðu,
að eðli Jconunnar getur gripið yfir öll viðfangsefni lífs-
ins.
Konan er fullgildur maður, og það er maðurinn, sem
á að vera herra tilverunnár, og stjórna öllum hreyfing-
um hennar. Þessvegna er ómögulegt að bægja konunni
frá neinu svæði lífsins og segja henni það óviðkomandi,
nema svo sje að hafa eigi einhver íshús í andans heimi,
þar sem hatur og kærleiksleysi eigi að fá að lifa ósnort-
ið af blæ hins innía sumars. — Að hægt skuli vera að
deila um það, hvar starfssvið konunnar liggi, byggist
á vanþekkingu á eðli hennar. — Hún er ekki álitin
fulígildur maður, hún er ekki álitin eiga verkefni að
rækja á þeim stað, sem um er deilt. En konan á alls-
staðar verkefni, svo framaidega sem því er trúað, að
kærleikurinn einn komi 'sjerhverju góðu verki af stað.
Það er dálítið neyðarlegt að athuga reynslu sögunn-
ar í þessu efni. Sá aðilinn, sem ætíð hefur haft fult
mannfrelsi, tróð lengst af sama stíginn og braut sjald-
an nýjar leiðir í framkvæmdum mannúðarmálanna alt
fram yfir 1800. En þá eru það konurnar í viðjúnum,
sem hreint og beint finna möguleika til að starfa að
heill mannkynsins. Árið 1820 fæðist sú kona, sem
verður frömuður allrar hjúkrunar- og líknarstarfsemi
eftir hennár dag, það er »konan með lampann«: Flo-
rence Nightingale. Á starfsemi hennar, meðal hinna
særðu hermanna í Krímstríðinu 1854, byggist »Rauði
krossinn«, sem er heimsins mesta líknarfjelag. — Og
svo er því enn haldið fram, að arftakar þessara frum-
herja líknarmálanna eigi ekki að fást við opinber störf.
Og hvað má segja um Harriet Beecher Stove, sem með