Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 43
Hltn
41
á landi. Jeg hef fengið upplýsingar frá fólki úr öllum
landsfjórðungum um notkun og geymslu garðakáls, og
ber því að miklu leyti saman. Það var hirt hvert blað
af öllu káli, það hreinsað vel og þvegið. Hleypt upp á
því suðu aðeins. Þá var tekið fram skerborðið og kál-
járnið (það sama sem notað er við skarfakálið) og kál-
ið skorið, látið síðan í tunnur í köldu húsi, farg sett á
og tekið svo af því við og við, eftir þörfum, notað í
súpur og grauta og jafnvel í brauð. Drukkur kom út
úr kálinu, var hann notaður, bæði handa mönnum og
skepnum, þótti ágætur handa eldishestum, jók fjör
þeirra. — Sumstaðar tíðkaðist það að súrsa kálið, láta
sitt lagið af hvoru, káli og skyri, og hafa það ofan í
grauta. Þá er kálið soðið vel áður og saxað smátt.
Það var talið lífsskilyrði hverju heimili að eiga nóg
af slcyri.
»Skyrið má drýgja að vetri til«, segir Bjarni land-
læknir, »með grautum úr jarðaldinum, fjallagrösum,
fjörugrösum, skarfakáli, heimulu o. fl. Það má drýgja
skyr til helminga með þessu, en til þriðjunga með berj-
um, hrognum og sundmögum«.
Njólablöð þótti gott að leggja yfir skyr, sem átti að
geyma.
Ber og ávextir.
Allir vita að berin eiga sinn þátt í því að gera ís-
lenska sumarið yndislegt. Allir elska berin, en börn
og unglingar mest. — Það er nú alkunnugt, að í berj-
unum er mikið af bætiefnum, og að þau eru, sjerstak-
lega ósoðin, hin hollasta fæða. — Einhversstaðar
stendur skrifað, að berin hafi verið vernduð frá skemd-
um með lögum í gömlum, íslenskum lögbókum, svo það
er auðsjeð, að þau hafa verið mikils metin. — f frá-
sögn prests eins í fjallabygðum Noregs, er komist svo
að orði: »Þökkum Guði fyrir blessuð berin, margur