Hlín - 01.01.1932, Side 132
láo
Hlíri
um. »Jeg held það geti unnið, kaupið er ekki svo lágt«,
segja sumir vinnuveitendur. Nei, maður má ekki álíta
fólk, sem er í vist, eins og vjelar, sem geti afkastað
miklu, bara ef nógu mikið er borið á þær. Þetta er þó
unga kynslóðin, sem er að vinna sig upp til mentunar
og mikils starfs á komandi tíð. Þessvegna ættum við
að kappkosta að greiða götu þess sem best og sýna því
alla sanngirni, það mun margborga sig.
Að mínu áliti ætti hver ársstúlka að hafa a. m. k.
mánaðarfrí að vetrinum, svo að hún gæti lært eitthvað
nytsamlegt svo sem matreiðslu, sauma, vefnað, hjúkr-
unarfræði, söng, orgelspil eða íþróttir til líkamlegrar
heilsubótar.
Hjer gætu kvennaskólarnir og alþýðuskólamir verið
okkur hjálplegir, a. m. k. þessi árin, sem þeir eru ekki
fullskipaðir af nemendum. — Það ætti að komast á
deild við hvern þessara skóla, er tæki aðeins óreglu-
lega nemendur, sem vildu leggja stund á eitthvað sjer-
stakt af þessu, sem jeg hef talið upp. Það lærist mikið
á skömmum tíma, ef áhugi er mikill og ekki grautað í
mörgu í einu. Með þessu yrði stutt að alþýðumentun út
í ystu æsar, þegar hverri vinnukonu yrði gert kleyft að
fá nokkra mentun í þeim greinum, sem hverri konu
eru nauðsynlegar. Það eru fáar sveitastúlkur, sem geta
klofið það peningalega af eigin rammleik, að fara í
kvennaskóla, þegar námstíminn er orðinn alt árið,
nema blásumarið. Sumarkaupið, 150—200 krónur, seg-
ir ekki mikið upp í skólakostnaðinn, sem hefur verið
hátt upp í 1000 krónur við suma kvennaskólana.
En marga fátæka unglingsstúlku langar til að læra
nokkuð í saumum og matreiðslu, en geta ekki vegna
peningaleysis, haft námstímann langan.
Ekki væri heldur óhugsandi, að við ungu konurnar
gæfum okkur líka frí að vetrinum til náms, við sem
höfðum, meðan við vorum einhleiypar, úr litlu að spila