Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 124
122
mtn
starfsemi sinni, unnið sjer þá viðurkenningu, að þær
eigi drjúgan þátt í því, að þjóðinni er nú farið að skilj-
ast, að konur þurfa, engu síður en karlar, að vinna
saman í góðum og víðtækum fjelagsskap til hagsældar
fyrir land og lýð. Þetta hefur Búnaðarfjelag íslands
Ijósiega sýnt að það viðurkennir. Vil jeg í því sambandi
mega benda á framsöguræðu Kristins Guðlaugssonar á
Núpi í Búnaðarritinu 1928, bls. 226 (nefndarálit fjár-
laganefndar).
Þá höfum við heyrt frá prestafundum síðari ára, að
þeir hafa vænst -styrks frá kvenfjelögunum viö mikils-
verð-mál, sem þar hafa verið á dagskrá.
Það var eðlilegt að Kvenfjelagi Suður-Þingeyinga
gengi lengi framan af erfiðlega að koma í framkvæmd
áhugamálum sínum, fjelagsdeildirnar höfðu ekkert fje
þeim til stuðnings fyrstu árin. Tillög fjelagskvenna
fóru óskert í sambandssjóðinn, sem þá var ákveðið að
lagður yrði fram, þegar skólinn yrði stofnaður.
Þá höfðu konur ekki fengið pólitískan atkvæðisrjett,
eður jafnrjetti við karlmenn að lögum, og því var mik-
ið minna þá en nú tekið tillit til þeirra út á við. Þá var
það hrein undantekning, ef nokkur fjelagskona hafði
fengið æfingu í því að ræða mál eða rita um þau, og
var því ekki við að búast, að þær í því efni fullnægðu
kröfum listarinnar. En það var viljafésta og lifandi á-
hugi á því að vinna fyrir hugsjónir sínar og heill kven-
fjelagsins, sem gaf starfi þeirra gildi — og lengi
heyrði jeg talað um að »blaðið« væri »lífæð fjelagsins«.
Jeg sje unga stúlku koma með fjelagsblaðið að rúm-
inu til ömmu sinnar og lesa það fyrir hana, hún er orð-
in sjóndöpur og hætt að sækja fundi og farin að lifa
að nokkru í endurminningunum sem gömlu fólki er
títt. Það glitra tár í augum ömmu, en jeg les þar gleði
og þökk.
En eftir því sem árunum fjölgaði, sem konur unnu