Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 15
13
Hlht
hafa nægilegan hvíldartíma og nota hann á sem hent-
ugastan hátt. Mönnum hefir lengi verið ljóst, að þeir
þurfi svo og svo langan hvíldartíma, en alment hefir
þeim ekki verið ljóst, hvernig þeir ættu að nota hann
sem best. Menn hafa yfirleitt ekki kunnað að hvíla sig,
og engin veruleg áhersla verið lögð á að kenna þeim
það, enda tiltölulega fáir sem hafa gefið sig að rann-
sóknum á því sviði.
Hvíldartími getur verið þeim mun styttri, sem hann
er betur notaður, eða vinnan í vinnutímanum því meiri,
sem hvíldartíminn hefir verið betur notaður.
Hvernig á þá að hvílast svo að bestum notum verði?
Með því að slaka á sem flestum vöðvum og líffærum,
slaka á á öllum sviðum, andlega og líkamlega. — Vjer
sjáum þetta hvervetna í kringum oss. Dauðþreytt
skepna eða manneskja dettur vita-máttlaus niður. Kött-
urinn, sem liggur og sefur, virðisti engan vöðva hafa
spentan, en undir eins og hann vaknar, stælir hann
vöðvana og virðist fullur af lífi og orku. — Smábarn,
sem liggur og sefur, er máttlaust í höndum og fótum,
jafnvel höfuðið hvílir alveg máttlaust á koddanum.
Til þess að hvílast fljótt og vel, losna við þreytu og
safna nýrri orku, þurfa menn að geta slakað á, orðið
• máttlausir eða magnlausir eins vel og' eins fljótt og
auðið er.
Fullkomnustu hvíldina fá menn yfirleitt í svefni, og
eru þá flestir svo máttlausir sem þeir geta orðið. Til
þess að geta sofnað vel, þurfa menn helst að vera orðn-
ir máttlausir. Er alkunnugt hvernig stæling vöðva, sem
veldur óþægilegum stellingum einhvers líkamshluta,
getur verið nóg til þess að trufla menn frá því að
sofna. Þeir breyta því um stellingu, eða fara ef til vill
of langt út í aðra, meira eða minna andstæða hinni
fyrri, svo að hún verður þeim einnig óþægileg eftir
nokkurn tíhia, og þeir breyta um á ný, og svo koll af