Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 18
16
Iilín
máttlaus. Er talið að sá mismunur sje, fyrir hvert
hjartaslag, jafn þeirri orku sem þarf til að lyfta einu
pundi eitt fet frá jörðu. M. ö. o. á einni mínútu svarar
sparnaðurinn við að liggja, samanborið við að sitja, til
þeirrar orku, sem fer i að lyfta 60 pundum eitt fet, og
að liggja í klukkutíma sparar orku sem til þess þarf
að lyfta 3600 pundum (1800 kg.), eða tæpum tveimur
tonnum, eitt fet.
Menn standa rjettast, þ. e. stæla fæsta vöðva og
þreytast því minst, með því að standa ekki með hælana
saman, heldur aðskilda sem svarar feti hlutaðeigandi
manns — grunnflöturinn verður við þetta nokkru
slærri. Ennfremur þreytast menn minna á því að
standa ekki þráðbeinir, heldur láta nokkuð undan hin-
um eðlilegu líkams-beygjum.
Menn ganga þreytuminst með »mjúkum«, jöfnum
handleggj a-hreyfingum, skrefum í lengra lagi, og með
því að halla sjer örlítið áfram; annars fer göngulag og
það, hvemig menn bera sig, að mestu eftir skapgerð
hvers einstaklings.
Þeim sem eiga annríkt, er það mikils virði að eyða
sem minstri orku í aukastörf eða óþarfa. Og þá er það
ekki síður mikils virði, að kunna að hvíla sig sem best
á sem skemstum tima.
Margar konur (ekki síður en karlar), sem emi önn-
um kafnar allan daginn, gætu sjeð af fimm til tíu mín-
útum, einhverntíma um miðbik dagsins, til þess að
hvíla sig. Það mundi margborga sig. Á eftir afköstuðu
þær meiru, yrðu ljettari í lund og lífið mundi virðast
bjartara og betra.