Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 123
Hlin
121
Endurminningar og vonir.
Erindi flutt á 25 ára afmælisliátíö Kvenfjekugasam-
bands SuÖur-Þingeyinga i Laugaskóla voriö 1931.
Þegar 'jeg var ung stúlka, heyrði jeg talað um fá-
tœka sveitastúlku, sem fór í kvennaskólann á Lauga-
landi. Hafði hún þar, hrifin af fegurð og gleði lífsins
hrópað upp yfir sig: »ó, er það ekki yndislegt að lifa«!
Þessi stúlka hefur fundið þróttinn í sjálfri sjer og haft
trú á lífinu, að það vœri þess vert að lifa því, ef menn
legðu fram sína bestu krafta til að lifa því vel. Jeg ætla
að henni hafi o'rðið að trú sinni. Hún fjekk góða gift-
ingu og átti við þau kjör að búa, að hún gat, andlega
og efnalega, hjálpað þurfandi systrum og bræðrum. Og
jeg hygg að hún hafi til elliára haldið lífsgleði sinni og
bjartsýni.
Þegar jeg minnist þessarar stúlku og hugsa um þann
mikla mismun, sem er á aðstöðu ungra kvenna nú og
þá, til að velja sjer lífsstöðu og afla sjer viðunandi
undirbúnings vegna hennar, þá finst mjer, að þær ættu
margar að hafa ástæðu til að hrópa: »ó, er það ekki
yndislegt að lifa!«
óskandi væri, að eldri konurnar, sem eitthvað hafa
unnið að umbótunum, gætu í ellinni glaðst við fagnað-
aróminn frá sem flestum ungum stúlkum, sem njóta
gleðinnar yfir því að eiga kost á þeim kjörum, er ættu
að hjálpa þeim til að skapa sjer auðugri og betri fram-
tíð en mæður þeirra og ömmur áttu að fagna á þeirra
aldri.
Kvenfjelagið okkar hefur haft við erfiðleika að stríða,
en það hefur líka unnið stóra sigra, sem ánægjulegt er
að minnast. Jeg á hjer ekki einungis við það, að kon-
urnar hafa fengið stofnaðan álitlegan húsmæðraskóla
í sýslunni, þær hafa líka með margvíslegri fjelags-