Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 45
HVn
43
upp á það að þurka bláber eins og aðrar þjóðir gera,
þó ekki væri nema til eigin afnota. Við flytjum inn
þurkuð bláber fyrir þúsundir króna árlega.
Hrútaber vaxa sumstaðar svo að gagni verður, og
eins jarðarber. Þau segist Eggert ólafsson hafa sjeð
stærst í Búðarhrauni á Snæfellsnesi og í Þórðarhöfða
í Skagafirði, en einiber mest í Þingey í S.-Þingeyjar-
sýslu. Einiberin voru í mesta afhaldi saman við brenni-
vín, einiberjabrennivín.
f Noregi voru reyniber geymd frosin til manneldis.
Sagan segir, að bændur á Þelamörk hafi átt 7—8
tunnur til vetrarins af reyniberjum, »var það gott bús-
ílag«, stendur þar.
Allir kannast við frásögn Eddu um Iðunnareplin,
sem yngdu goðin upp. Snemma hafa menn veitt holl-
ustu eplanna eftirtekt.
Hnotur og fræ.
Það er alkunnugt, að íslenskt korni eba melkom
(tini) hefur verið notað til manneldis alt fram á þenn-
an dag á Islandi, nú mun það aðeins vera notað í
Skaftafellssýslu. Þeir sem þekkja til, láta mjög mikið
af því, hve brauð og grautar (deig) sje gott úr mel-
korni.
Á stöku stað hjer á landi spretta villiertur. »Flóra«
getur þeirra og Eggert ólafsson minnist á að villiert-
ur hafi fundist í skeljasandi í Helgafellssveit og víð-
ar. »Villiertur vaxa í sandi og sendnum jarðvegi«, seg~
ir »Flóra«. Sagan segir að í hólma í Soginu eigi bisk-
upsdóttir frá Skálholti að hafa gróðursett villiertur,
sem spretti þar enn í dag, en líklega er þetta skáld-
saga.
Þegar lítið var um korn til matar, var það ekki óal-
gengt að nota komsúrafræin til að blanda saman við