Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 70
68
trtln
þó af mjer að nokkrum tíma liðnum og gekk heim að
prestssetrinu. Þegar jeg kom heim, varð jeg var við
það, að heimilisfólkinu hafði orðið hverft við hvarf
mitt að heiman. Prófastsfrúin, Margrjet Sigurðardótt-
ir, Gunnarssonar prófasts frá Hallormsstað, kom þá
á móti mjer og heilsaði mjer að fyrra bragði, kvaðst
mundi verða húsmóðir mín, og hún væri ekkert hrædd
um það, að okkur mundi ekki koma vel saman. Jafn-
framt átaldi hún það, að mjer hefði verið of lítill gaum-
ur gefinn. Sjer hefði ekki verið kunnugt um það, að
jeg hefði verið einn í piltahúsinu, en taldi víst að inn-
an skamms mundi jeg eignast hjer marga vini á heim-
ilinu.
Svo tignarlega konu, eins og frú Margrjetu, hafði
jeg aldrei sjeð. Mjer flaug undir eins í hug, að svona
hlytu drotningar að líta út. Jeg vissi það ekki þá, ekki
fyr en löngu seinna, að hún var í raun og veru drotn-
ing, ef sú tignarstaða væri miðuð við hinar fegurstu
lyndiseinkunnir 'og þróttmestu, ásamt öðrum andlegum
hæfileikum, sem bestir hafa þótt.
Um leið og jeg heilsaði frúnni, fanst mjer jeg verða
lítill, eða minka allur. Sú tilfinning tók mig föstum
tökum, að fyrir þessari konu mundu allir hljóta að
bera mikla virðingu. Jeg var miklu feimnari við hana
en prófastinn. Þó fann jeg strax til þess, að mjer
mundi vera alveg óhætt að leggja hvaða mál sem væri
undir dóm hennar. Dómsúrskurðurinn mundi verða
réttur og bera vott um mikla vitsmuni, sannleiksást og
réttlætistilfinningu. Þetta óljósa hugboð mitt, sem
unglings, tæpra 16 ára að aldri, er jeg öðlaðist við
fyrstu kynni, hafa allir staðfest, sem kyntust henni og
þektu hana best.
Jeg er hjer að lýsa frú Margrjetu, eins og mjer kom
hún fyrir sjónir við fyrstu kynni. Ekki fanst mjer hún
fríð sýnum. Þó var ennið mikið, fagurt og hvelft, svip-