Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 64
é2
títín
anna. Af hálfu foreldranna hygg jeg það stafa af því,
að þeim finnist þessi námsgrein beina huga barnanna
inn á við til heimilanna og heimilsstarfanna, en ekki út
á við og frá þeim eins og svo margar aðrar námsgrein-
ar virðast gera.
Jeg heyrði ,og sá nýlega í skólaeldhúsi hjer nokkra
drengi vera að benda á svuntur telpnanna, sem hjengu
í forstofu skólaeldhússins, og segja hiæjandi: »Vinnu-
konur! vinnukonúrk Þetta var nú meinlaust gaman i
sjálfu sjer, en það er þó spegilmynd þeirrar'lítilsvirð-
ingar, sem oft kemur fram við vinnukonur og eldhús-
störf, en það ætti að vera eitt af hlutverkum skólaeld-
húsanna að vinna á móti þessum hugsunarhætti hjá
unglingunum.
í skólaeldhúsunum eiga telpumar að læra undir-
stöðuatriði daglegrar vinnu á heimilum og í matreiðslu.
Samfara verklega náminu er svo til ætlast í flestum
skólum, að bömin fái vissa bóklega fræðslu um mat-
vælin, uppruna þeirra og framleiðslu, hvað sje erlend
og hvað innlend vara o. s. frv. Einnig um hollustu,
verðgildi, næringargildþ og efnasamsetningu fæðuteg-
undanna.
Með ýmsum tilraunum er hægt að greina efni mat-
vælanna sundur og sýna þau, t. d. fitu, sykur, eggja-
hvítu. Það er hægðarleikur að gera þetta nám ekki síð-
ur skemtilegt og aðgengilegt en annað bóknám skól-
ans, vegna þess að þarna er nóg til að sýna, því hægt
er að nota það sem fyrir' höndum er. Töfluteikningar
eiga þar vel heima og myndir. Bóklega fræðslan í
skólaeldhúsinu er þá studd af sýniskenslu, teikningu
og myndum. Ætli kermarinn t. d. að kenna um mjólk,
byrjar hann á því að láta börnin sjálf lýsa mjólkinni,
útliti, eiginleikum, lit og bragði og draga ályktanir þar
af. Þau finna sjálf út að hún er vökvi, hvít eða gulleit
á lit, sæt á bragðið. Þau sjá að fitan sest ofan á, þegar