Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 126
124
min
sveitametmingtina. Þegar svo væri komið, gengi sveit-
unum betur en nú að losast við ýmsa þá skoðunarhætti
og siðu, sem flytjast nú ört frá kaupstöðum og sjávar-
þorpum, mörgum til stórtjóns.
Það batnar líka aðstaðan til samtaka á ýmsan hátt.
Þær ganga í Kvenfjelagasamband íslands og þá fjölga
og færast út verkefnin, en þá er líka mikil þörf á
glöggskygni, þreki og lifandi áhuga.
Nú fer eldri meðlimum óðum að fækka í fjelaginu
okkar, en þá ættu þær yngri að taka upp merki hinna
eldri, og leitast við að bera það þeim mun betur, sem
þær hafa nú betri aðstöðu til þess margra hluta vegna.
En sjálfsagðastar finst mjer þær konur ættu að vera
til þessa í framtíðjnni, sem best njóta ávaxtanna af 25
ára starfsemi sambandsins.
Nú sje jeg sýnir:
Sje ungu stúlkunum fjölga mjög í fjelaginu og gera
þar þröngt fyrir dyrum. Þær eru margar hugsjónarík-
ar og glöggar á göfug verkefni við sitt hæfi, þegar á-
hugi er fyrir. Eitt af verkefnum þeirra þá verður að
gefa út fjelagsblaðið í hverri deild annaðhvort ár, til
skiftis, eða á hverju ári sem áður var venja í fjelaginu.
Verður þá áhugi og þæfileiki til að gera þau svo vel
úr garði, að þau verði sannkölluð »lífæð« fjelagsins
þingeyska.
Jeg ætla nú síðast að minnast á þannj sigur þing-
eyska kvenfjelagsins, að því auðnaðist að fá Kristjönu
Pjetursdóttur frá Gautlöndum fyrir ' skólastýru Hús-
mæðraskólans á Laugum strax og hann byrjaði að
starfa. — Fjelagskonur voru einhuga um að biðja
hana að taka að sjer forstöðu skólans, þær þektu hana
að góðu einu og vissu, að hún hafði unnið sjer almennt
traust og virðingu, þegar hún stjórnaði Kvennaskólan-
um á Blönduósi.
Jeg lít á Húsmæðraskólann á Laugum svo, að hann