Dvöl - 01.01.1938, Síða 19

Dvöl - 01.01.1938, Síða 19
É> V Ö t iá um. Frúin ætlaði að fara að skýra frá þessu, en í sama bili barst áð vit- um hennar þessi sérstaki þefur, sem fylgir ungbörnum, og ruglaði hugsanagang hennar. F>arna stóð stúlka, sem hún hafði umgengizt mánuðum saman og gefið kulda- legar fyrirskipanir eins og vél. En svo reyndist þetta að vera vesa- lingur, sem átti sinn raunaheim í skugganum, Kona, sem átti sína forboðnu gleði eins og hún sjálf, sínar móðursorgir — einkum móðursorgir! „Hún er merkt stöfunum mín- um“, sagði hún hljóðlega og rétti munndúkinn til baka, „en ég var búin að fleygja honum“. Rannsóknardómarinn brosti við- urkenningarbrosi. Þetta var mikið veglyndi — en illa varið. „Og þetta?“ sagði hann og tók úr hrúgunni barnskjól, sem upp- haflega hafði verið úr vönduðu efni, en var nú rifinn og bætt- ur. „Þekkir frúin þetta?“ Frúnni brá. Henni svall móð- ur í brjósti. Þetta var skírnar- kjóllinn hennar Klöru litlu, og í mörg ár hafði hún geymt hann til minja um einkabarnið sitt, sem varð herfang dauðans. Nú skyldi miskunn víkja fyrir rétti. Hér var troðið á móðurhjarta hennar. „Já“, sagði hún stygglega, en fipaðist, þegar hún leit á Boline. Boline stóð með útréttar, skjálfandi hendur. Flóttalegt augnaráð hennar vék ekki frá þessum barnskjól, sem nú átti að taka frá henni. Það fylgdi hverri hreyfingu hans í höndum hinna — það var eins og hún ætlaði að verja hann með augnaráðinu einu saman. ,Þetta er kjóllinn hennar Edith litlu“, kjökraði hún — „sunnu- dagakjóllinn hennar Edith litlu“. Þetta var hræðilegt augnablik fyrir þá, sem skildu, hvað um var að vera. Með bitrum sársauka fórnaði frúin dána barninu sínu fyrir hið lifandi barn Boline. „Já“, sagði hún loðmælt, „ég hefi sjálf gefið henni hann. Og flest hitt reyndar einnig“. Rannsóknardómarinn varð gremjulegur, en Boline brast í grát. Tárin runnu niður horaðar kinnar hennar, niður holdlaust brjóstið og niðurj í skaut hennar, sem reynzt hafði frjósamt um of. — Dómarinn fylgdi tárunum með augunum og augnaráð hans beindist niður á við. Eitt andar- tak fann hann til þrekleysis gagn- vart þessari óskiljanlegu hjarta- prýði. Honum fannst hann stara út í óendanleikann og hann svim- aði við. En svo sigraði réttlætið. Hann sneri sér að bókaranum og sagði: „Bætið við bókunina um þetta þrennt, að ákærðri líði vel“. —o— Boline var ekki sýknuð, þrátt fyrir tilraunir frúarinnar — sem betur fór. Það gegndi sama máli um hana og öskubusku í æfin-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.