Dvöl - 01.01.1938, Síða 20

Dvöl - 01.01.1938, Síða 20
14 D V Ö L týrinu, hún varð að drekka bikar- Jnn í botn, áður en konungsson- urinn kæmi og frelsaði hana úr heimi þrenginganna. Hún kom beina leið úr betrun- arhúsinu og var á leið út í eina smágötuna á Nörrebro til þess að heimsækja börnin. Refsingin hafði ekki gert hana vesalli en hún var. Hún hafði aðeins stækk- að veröld þess óskiljanlega. Það var hið eina meðvitaða gildi hennar — ást hennar á börnun- um — sem henni var refsað fyr- ir! En hún elskaði börnin jafn- mikið og áður, henni var ekki heldur kalt til eins eða neins. Hún hraðaði aðeins för sinni, knúin duldum ótta um örlög smælingj- anna sinna þriggja. Hún hafði ekkert af þeim frétt meðan hún dvaldi í betrunarhúsinu. Vitlausi-Karl stóð inni í skot- inu og studdi ennið við múrinn, en umhverfis hann var æpandi barnahópur að vanda. Fósturfor- eldrarnir voru á brott. Enginn vissi, hvert þau hefðu flutt. En nágrannarnir gátu skýrt frá því, að eitt af börnum Boline hefði lát- izt, áður en þau fluttu — að öðru leyti var það Drottins að vita um þetta. „Farðu til lögreglunnar", sagði fólk. En Boline ætlaði ekki að hitta lögregluna til þess að láta refsa sér öðru sinni fyrir ást sína á börnunum. Nánari eftirgrennsl- un kom henni ekki í hug. Húnvissi vel, hvað beið tökubarna, þegar hætt var að greiða með þeim. Henni var þungt í skapi, þegar hún sneri aftur. Hún átti sér eng- an samastað, er hún gæti leitað til. Tilviljun ein réði því för hennar. Engum myndi detta í hug að bregða henni um hugarvíl, en nú var jafnvel ekki henni ljóst, hversvegna Iífinu skyldi lifa leng- ur. En þá bieytti örlagahjólið rás: Hún hitti konungssoninn sinn, Pe- ter Frandsen, að auknefni Auli. Hann var að athuga möguleikana fyrir húsnæði undir beru lofti, því að veðurútlitið var ekki gott. Auli var dapur, í bragði. Pað var eitt af þessum augnablikum, þeg- ar heimilisleysið Iagðist eins og farg á hann og honum fannst sem til væri eitthvað, er nefndist fjöl- skylda og heimili. „Pað er fjandi hlýtt í kvöld“, sagði hann um leið og hann gekk framhjá. Boline leit til hans og fannst hann vera snotur. Hún féllst á skoðun hans — já, það var hlýtt. Og með þessu var; í raun og veru frá öllu skýrt. Þannig atvikaðist það, að Bo- line fékk karlmann um að hugsa og varð húsmóðir í eins herberg- is íbúð á Nörrebro. Sofandi hafði hún ekki lifað lífinu, og hún vildi gjarna leggja hönd á plóginn. Og svo gaf hún sig að því eina, sem hún bar skyn á — töku- börnum!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.