Dvöl - 01.01.1938, Side 22

Dvöl - 01.01.1938, Side 22
16 D V 6 L Á Spáni suður drepur vinur vín, þar veitist engum fró af næturgriðum. par dimmir sýn við dagsins fyrsta skin. En djöflar stjórna kirkju og helgisiðum. par spjallast mey við fyrsta ástafund. par „fúnar snauðra gjald í ríkra sjóði.“ par finna hverskyns afbrot óskastund. Hin æðsta dyggð er fórn af mannablóði. Hinn „guli heimur“ gengur dauðans leið með glámskyggn augu og kvíðahroll í taugum. par gildir fyrst að bæta neyð með neyð; þar nýtur kaldur skjóls af öskuhaugum; þar Ieitar svangur brauðs í snauðra borg. þar brenna heilög vé til árs og friðar, er vopnin seðja varg um akra og torg á villibráð hins nýja og forna siðar. Á Vesturlöndum situr norn við seið til sáttaspjalla í hverju „frjálsu“ ríki. par stefnir allt á eina og sömu leið: að allir nema „ég“ og „mínir“ víki; að allir þjóni einum. Fjöldans vild er einskisvirt. Sá krýndi, hann er þjóðin. Hvort mun þó ei sú undirlægjusnilld f ætt við hann, sem kennd er neðsta glóðin? En skín þá enginn geisli gegnum allt það gæfuleysismyrkur flestra þjóða? Og er þá hvergi eyrisvirði falt af efni því, sem skapar lífsins gróða? Er ekkert vald í öllum heimi til, sem orki því, að valda stefnuhvörfum? — Við biðjum — krefjumst vizku oss í vil, og virkra handa að nýtum heillastörfum. Pétur Benteinsson frá Qrafardal.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.